Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1944, Síða 16

Skinfaxi - 01.12.1944, Síða 16
88 SKINFAXI Ryð þú, röSla gramr, ríklyndr og framr, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Ákallið á græðandi guð ber innileilc með sér. Með kristinni trúrækni kemur margt það fram í tungunni, sem tilfinningalíf seinni tiðar manna nærðist af og gat ekki án verið, því að tilfinningar doðna engu síður en skynsemin, ef hugann skortir orð til að binda þær í og til að liugleiða viðfangsefni þeirra. Þarna fær orðið mildingur um mildan himnakonung allt annan blæ en í'yrr, þegar það álti við Eirík lilóðöx og örlæti lians. Röðla gramur, sólkonungur, er þarna allt annað en smeðjulega uppnefnið sólkonungur, sem Illöðver 14. Frakkakonuhgur hlaut. Það er óbrotin guðskenning í skörulegu ávarpi. Eiginleikar guðs, ríklyndur og framur, eru eklci orðaðir þannig i barnfræðum síðustu manns- aldra, en Itæði Jón Arason og meistari Jón lögðu meg- inþunga á hið sama og Kolbeinn. Framur maður þýddi þá skörungur, en framur alvaldur var sá, sem Ireitti skörungsskap í afskiptum af lifi bvers lifandi manns, svo að til einhvers var að biðja hann. Þessi lýsing varð einn af erfðagripum tungunnar. En ógleymanlegust af þessu öllu verður okkur harmþrungin lijartaborg skáldsins, sem biður þessa karlmannlegu bæn. III. Raulaði eg síðan rammara lag að rökkvaði í liugar borgum, varðlokur og Ruslubrag, bæði trölla og gýgjar slag. Tuttugu ár eg setið hcf í sorgum. Svo lætur Fornólfur Kvæða-Önnu segja tuttugu ár- um eftir Svartadauða. Hún er fulltrúi hinnar þröng- menntuðu, kúguðu alþýðu, „skelfilegana i skapi forn, skuggaleg sem gömul norn, -— svona er það yfir sár-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.