Skinfaxi - 01.12.1944, Blaðsíða 42
114
SKINFAXI
1) Grip fingranna um kringluna;
2) upphafsstaðan;
3) undirbúningssveiflurnar;
4) vinstrifótar snúningurinn;
5) hægrifótar snúningurinn;
6) kastið (framsveiflan);
7) viðskilnaðurinn;
8) hömlunin.
I, Gripið:
Hvaða grip hver einstaklingur notar fer mjög eftir hand-
stærð hans. Mynd 3A sýnir grip á kringlu fyrir mann með með-
al handstærð. Iíringlan fellur flöt að lófanum og fremsti kögg-
ull fjögra fingra beygður yfir kringlujaðarinn. Fingurnir eru
þandir í sundur með jöfnum bilum og grípa þéll yfir jaðar-
inn. Þumalfingri er stutt þétt að kringlunni i heinu framhaldi
af framhandleggnum. Gripið á að vera þannig að meirihluti
handarinnar sé aftan við þungamiðju kringlunnar. Slík teg-
und grips eykur á jafnvægi og i því augnabliki sem skilið er
við kringluna, út af öxlinni, eru fingurkögglarnir aftan við
þungamiðjunnar, og um leið og þeir ýta henni út í loftið valda
þeir snúningi hennar. Þumalfingurinn veldur engu átaki en
er til stuðnings.
Annað algengt grip er sýnt á mynd 3B. Það er frekar fyrir
mann með stóra hendi. Munur þessara gripa liggur í bilunum
milli fingranna. Átak fingurkögglanna er jafnara á mynd A, en
3. mynd. A grip manns með meðal handstærð, B og C grip
stórhents manns.
hvílir meira á kögglum vísifingursi og löngutangar á mynd B
og C. Það er gr.einilegt, að stuttir fingur hai'a minni átaksflöt
á jaðri kringlunnar, og því nær lófinn yfir miðju lcringlunnar.
Kló-gripið er sýnt á mynd 4. Gripið um kringluna likist því