Skinfaxi - 01.12.1944, Blaðsíða 5
SKINFAXI
77
ir liöfði, en þá má ekkert félag slandast, ef ekki er slak-
að til á ýmsar hendur sanngjarnlega.“
Margt gætum vér lært af tali Jóns Sigurðssonar um
frelsið. Ilann líkir baráttunni fyrir frelsinu við uppeld-
isslarf. Ilann vill, að þjóðin sé alin upp, til þess að taka
á móti frelsinu. Frelsið á ekki að vera í fylkingarbrjósti,
þannig að stjórnsemi og regla komi á eftir. „Með lögum
skal land byggja, en ólögum eyða. Leitizt við sem rnest,
hver í sinn stað, að útbreiða og festa meðal yðar þjóð-
legt samheldi, þjóðlega skynsemi og þjóðlega reglu.“
Það verður alltaf aðdáunarefni, hvernig Jón Sigurðsson
barðizt. Eiríkur Briem segir, að hann hafi sjaldan á-
mælt einstökum mönnum í orðum eða ritum. Sjálfur
segir hann: „Það er enginn skaði þótt meiningamunur
sé, heldur getur orðið skaði að, hvernig meiningunum
er fylgt. Þegar menn hafa einungis fyrir augum að koma
fram sinu máli með hverjum þeim brögðum, sem verða
má og niða alla, sem móti mæla bæði leynt og ljóst —■
— bá má verða, að sá hafi sitl mál fram, sem ver gegnir
og hrekkvísastur er eða illindastur.“
Þorsteinn spyr: „Mun ei bjart um hann Jón?“ Yæri
ekki þörf þeirrar birtu inn i íslenzkt þjóðlíf? Þjóðhá-
tíðardagur vor nú og í framtíðinni á að gera bjartara
yfir fslandi, láta heiðríkjuna af svip forsetans skína
inn í hugina.
Jón Sigurðsson spyr oss í dag: Hversu er um þroska
yðar að taka á móti frelsinu? Hvernig er um samheldni
yðar og skipulegt samstarf að taka á móti erfiðleikum
líðandi stundar? Er flokkaskiptingin i landinu byggð á
heilbrigðum skoðanamun eða ráða þar eigingjarnar
hvatir? Nú á aldarafmæli þingmennsku minnar, er Al-
þingi, sem eg veitli forstöðu virðuleg samkoma? Eruð
þér einhuga um forsetann?
Höldum þjóðhátíð í anda Jóns Sigurðssonar og með
hverju árinu sem líður verða svör vor jákvæðari við
spurningum hans.