Skinfaxi - 01.12.1944, Side 20
92
SKINFAXI
Sr. Jakob Jónsson:
Menningar höfuðból.
Fyrir nokkru rakst ég á fárra ára
gamla blaðagrein, þar sem maður
nokkur var að lýsa ferðalagi urn eina
af glæsilegustu sveitum þessa lands.
Hann gisti á prestssetri og var um
kyrrt einn sunnudag hjá prestinum,
sem var gamall vinur lians, og þó
ungur maður. En ekki var hann við
messu. Dálitill rigningarsuddi var
um daginn, og enginn kom til messu,
nema gömul kona, sem ekki var
fullkomlega lieil á sönsum. Og mér fannst eins og þessi
andlegi veikleiki væri í augum ferðamannsins eina af-
sökunin, sem ganda konan hafði, ]rví að í sömu and-
ránni fer hann að tala um það, að því meiri sem menn-
ingin verði í landinu, því meir fjarlægist menn kirkj-
una, og það sé hörmulegt lil þess að vila, að kröftum
ungra og efnilegra manna sé varið til þess að þjóna
kirkjunni. Þctta var að minnsta kosti hugsanaferillinn
í orðum hins visa manns.
Ég tek elcki þennan mann til dæmis vegna þess, að
hann sé einsdæmi, heldur af því að hann á fjölda skoð-
anabræðra víðsvegar um land. Sumir þeirra tala lítið,
en breytni þeirra og hegðun sýnir þa5 ])ví ljósar, að
þeir telja menningu sveitar sinnar enga liættu húna, þó
að kirkjurnar afrækist. Áhugi þeirra á ýmsum menn-
ingarmálum sýnir, að þeir eru ekki fjandsamlegir sam-
borgurum sínum í hugsun, en þeir álíta kirkjuna vita-
gagnslausa, cf ekki fjandsamlega menningunni. All-
margir, sem, þó standa kirkjunni miklu nær i hugsun,
cru svo veikir fyrir, að þeir láta ókirlcjurækni sveit-