Skinfaxi - 01.12.1944, Blaðsíða 31
SKINFAXI
103
komum hcfðu einhverjir verið reykjandi eins og viða við-
gengst, — því miður. Auðvitað hefðu jicir, sem reyktu, alltaf
verið að bjóða hinum og látið þá finna, að það væri ætlast
lil þess, að þeir tækju við. Hér er mikið millibil. En jafnvel
þó að fundir okkar og samkomur hefðu verið hreinar og tó-
bakslausar, eins og þær hafa verið, þá er það vist, að hið per-
sónulega bindindisheit flokksins hefir forðað ýmsum okkar frá
því að þiggja fyrsta vindlinginn og síðan hvern af öðrum.
Hvað er unnið við það að vera bindindismaður á tóbak?
Það má svo sem segja, að ]iað skemmi mann litið þó að
hann endrum og eins þiggi tóbaksvindling, — t. d. „einn á
10 ára fresti". Ekki spillir það heilsunni og ekki er það fjár-
eyðsla, svo að neinu nemi. Mér dettur ekki í hug að halda
þvi fram. Eg veit vel, að eftir sjónarmiðum þrengstu ein-
staklingshyggju er lítil tóbaksnautn réttlætanleg. En ungt
fólk í góðu ungmennafélagi hefir ekki þrengstu einstaklings-
hyggjusjónarmið. Það finnur að maðurinn er fæddur til fé-
lagslífs. Hann er samábyrg félagsvera. Þessvcgna erum við
ekki í tóbaksbindindi til þess e. t. v. að treina tilgangs-
laust lif nokkrum dögum Iengur eða nurla sáman nokkrum
krónum. Við erum bindindismenn af hugsjón, — af köllun.
Tóbaksnautn er þjóðfélagsplága, — mannfélagsmein. Niels
Dnngal prófessor segir í Heilsurækt og mannamein, að sam-
kvæmt ameriskum rannsóknum stytti „hófleg“ tóbaksnautn
aldur mannsins. Allir vita að tóbaksréykingar barna og ung-
linga eiga voðalegan þátt í afbrotum unglinga. Þó mega allir
vila að sómalilfinning og siðferðisþroski sljóvgast áður en
komið er út á glapstigu beinna afbrota. En hversvegna skyldu
nú börnin taka upp á þessu, sem allir banna þeim? Vegna
|)ess, að þau sjá og vita að fjöldi velmetinna og virðulegra
borgara hefur þetta yfir og þykist ekki geta tóbaksláus lifað.
Ef tóbak væri eins lítið notað hér á landi og t. d. ópíum væru
tóbaksreykingar íslenzkra barna eins sjaldgæfar og ópínm-
reykingar. Og hér er komið að kjarna málsins. Ilver, sem
ekki er með mér, hann er á móti mér. Ilvert sinn, sem þú
ljærð þig til að þiggja tóbak þá ert þú orðinn útbreiðslu-
maður óvandans. Ilér á við líkingin af skógareldinum. Tó-
baksnautnin er voðaeldur, sem geisar í skógi mannfélagsins.
Þú ert citt tréð, og annaðhvort tekur þú eldinn í ])ig og leið-
ir liann i næstu tré, eða þú tekur eldinn ekki í þig og ein-
angrar hann. Og nú liggur það Ijóst fyrir, að flokkurinn
okkar hefur unnið þjóðhollt starf með þvi að einangra þann
eldinn, sem verstur og skæðastur hefir brunnið á Islandi.