Skinfaxi - 01.12.1944, Blaðsíða 40
112
SKINFAXI
1910 var kringlukastið komið í það fyrirkoniulag, sem nú
tíðkast. Ivastað af jafnsléttu úr hring, sem er 2Yz m. í þver-
mál og feldur í jörðu. Kringlan 2 kg. á þyngd og þvermál
21.9 cm. Þykktir hennar í miðju og í vissri fjarlægð frá jaðri
ákveðnar, og sé þeim fylgt, er sama hvert efni kringlunnar er.
Kringlukastarar: Athugun og reynsla hefir sýnt, að skipa
má kringlukösturum í tvo flokka, þó að greinileg takmörk
séu ekki: a) flokkur hinna sterku og þungu; b) flokkur
hinna snörpu.
Mestra afreka má vænta af stórum mönnum og sterkum,
sem gæddir eru snerpu.
a) II i n i r sterku o g þ u n g u : Þeir, sem flokkast und-
ir þetta heiti, eru með hæstu mönnum (frá 180—200 cm.), þung-
ir og sterkir. Eiginleikum sínum heita þeir, -—- eftir að hafa
náð öruggri kaststöðu, — í framsveiflu kringlunnar og við-
skilnaði.
b) Ii i n i r s n ö r p u: Þeir, sem tilheyra þessum flokki
eru lægri og léttari en hinir öflgu. Eiginleikum sinuQi —
viðbragðsiiraðanum — beita þeir í snúningunum, með því að
leggja i þá sneggri hraða.
Megin-áherzluna í þjálfun hinna sterku verður að leggja
á beitingu líkamsþunga og krafta í því augnabliki, er lcringl-
unni er sleppt út í loftið, og svo að þroska sneggri og hrað-
ari snúninga í hringnum.
Megin-áherzluna i þjálfun hinna snöggu, skal leggja á að
æfa öruggt jafnvægi í fótahreyfingum og snúningum, svo að
snerpan geti nofið sin, svo og að þroska og auka aflið, til þess
að leggja í viðbragðið, þegar kringlunni er slöngvað út í
loflið.
Ef til vill eru handstærð og armlengd eins þýðingarmikil
atriði og líkamsstærð og þungi. Langur handleggur veitir
kringlunni lengri sveifluhring og þar með verður miðflótta-
aflið áhrifameira.
Lágur maður verður því, til þes's að vinna upp líkamsstærð
sína, að e'fla styrkleik handlleggsins og axlar, svo að hraðinn í
sveiflunni verði meiri.
Sterkir fótleggs- og lærvöðvar veita yfirburði, þar eð þeir
veita styrkari spyrnu og betri undirstöðu undir loka kast-
viðbrögðin.
Kringlukastið krefst Samfellu jafnvægis, mjúkleika og hraða
samfara beitingu krafta og þunga. Samtvinnun snúnings-við-
bragða og færsla líkamans fram eftir hringnum er mikilvægt
í kringlukastinu.