Skinfaxi - 01.11.1947, Blaðsíða 1
Skinfaxi II. 1947.
til íslenzkra
ungmennafélaga.
Flutt í ríkisútvarpinu mánudaginn 21. júlí 1947.
[Höfundur þessa ávarps er Knut Eik-Nœss, prófastur frá
Mæri í Þrændalögum í Noregi. Hann Iiefur verið formaðu1-
í Noregs Ungdomslag i 11 ár og tók við af síra Halvdan
W. Freihon.
Síra K. Eik-Næss var um skeið æskulýðsprestur á vegum
Noregs Undomslag og hefur lengi og mikið starfað í norsku
ungmennafélögunum. Hann er ágætur ræðumaður og fjöl-
menntaður maður.
Er við prófastur undirbjuggum flutning ávarps þessa — ég
þýddi það og flutti þýðinguna í útvarpinu — var liann kall-
aður til viðtals við einlivern. Stuttu síðar kom hann inn i
klefann í „Lyru“, sem við unnum saman í, og sagði hann,
að nú hefði sér hlotnazt ein mesta gleði ævinnar. í augum
hans sáust feginstár. Hann liélt á riddarakrossi Fálkaorð-
unnar. „Þetta er ekki min sæmd,“ sagði liann, „þetta mun
spyrjast til Noregs, og norsku ungmennafélögin munu meta
að verðleikum. Þenna dag var annar ágætur ungmennafé-
lagi, A. Sk&sheim bankastjóri, sæmdur sömu viðurkenningu.
E. J. E.]
Ungmennafélag íslands!
Kæru frændur!
Fulltrúi frá Noregs Ungdomslag leyfir sér að bera
fram kveðju frá æskulýð Noregs til æskulýðs íslands.
Það sem veldur komu minni hingað að þessu sinni,
er afhjúpun líkneskis Snorra Sturlusonar. En það er
einmitt Noregs Ungdomslag, sem meðal Norðmanna
er í mestri þ'akkarskuld við Snorra og afrek lians í
5