Skinfaxi - 01.11.1947, Blaðsíða 67
SKINFAXI
131
litla drengsins. Þarna liaga atvikin því þannig, að eignir
og ef til vill líf fjölda manna er lagt í hendur lítils drengs,
sem kemur frá starfi sínu að kvöldi dags, óvitandi þess, að
honum sé trúað fyrir meiru en hverjum öðrum sem um veg-
inn fer, og er þá ekki hugnæmt að finna liann skynja ábyrgð-
ina, sem honum svo óvænt er lögð á herðar og ganga ótrauð-
an móti hættunni?
Æskumenn og konur, standið vel á verðinum. Þér vitið
aldrei livenær það augnablik, sem skipt getur örlögum þjóð-
arinnar milli gæfu eða gæfuleysis, verður lagt í yðar hendur.
íþróttasamband Strandamanna stendur að þessum hátíða-
höldum liér i dag. Það er samband félaga, sem liafa það
markmið að gjöra æskuna félagslega sterkari og styðja liana
til starfs og dáða. í dag fáum vér að sjá nokkurn árangur
af þvi starfi. Hér er stofnað til keppni i margskonar iþrótta-
greinum, sú keppni verður engin bræðravíg, lieldur drengi-
legur leikur ungra manna, sem styrkir ennþá betur samhug
þeirra og samstarf, vekur lijá þeim lieiðrikju hugans, en hrek-
ur hurtu þokumistur afsláttar og hugarvíls.
Vér hyllum lmgsjónir dagsins i dag. Vér blessum minn-
ingu þeirra sem báru þær hugsjónir fram til sigurs. Gefi það
guð vors lands, að gifta þjóðarinnar verði sú, að henni auðn-
ist að varðveita það frelsi, sem hún hefur nú í liendur feng-
ið, og hopi þar hvergi á hæl.
Eg trúi því að æskan, — liinn hjarti vordagur þjóðlifsins,
byggi sína framtíðarhöll móti risi hinnar lýsandi sólar, á
grundvelli frelsis, jafnréttis og bræðralags.
Og nú finnum vér hros náttúrunnar í blænum, og lióg-
láta áminningu um það, að sumarið er tími gróandans og að
við brjóst þeirrar móður, sem vér að leiðarlokum sofnum
hinzta svefni, mun lika gott að vaka og vinna meðan dagur cr.
„Hvað er eg? Ilvað ert þú?
•Hvað er hún? Hvað er hann?
Sama hönd, sama önd, sama blóð.
Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann.
Það er menningin — íslenzka þjóð.“
Þorst. Matthíasson.
9*