Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1947, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.11.1947, Blaðsíða 30
94 SKINFAXI málafélög æskulýðsins í Noregi vilja draga ungling- ana í dilka sína. Þjóðernismálin eru að sumra dómi ekki nógu tímabær. Þau eru ekki sá hitagjafi, sem þau voru 1907. En stríðsárin þá, vöktu þau ekki þjóðina? Jú, að vissu leyti. En vetur stríðsins drap vorgróður hinnar uppvaxandi kynslóðar. Nú verður að hvggja upp allt félagslíf í Noregi frá grunni. Og á þá að byggja á gömlu þjóðernisundirstöðunni eða á að leggja meiri áherzlu á ný atriði svo sem kristi- legu undirstöðuna? Eðlileg spurning með þjóð, sem nefnd hefur verið áhugasömust um trúmál allra þjóða. Sennilega fer það í þá átt, að félögin verði enn kirkjulegar sinnuð en áður, en á þessum fundi, sem við tókum þátt í, var sú skoðun meir ráðandi en aðrar, að binda þetta ekki með neinum lagabók- staf. Ræður manna voru stuttar á fundi þessum og mikið sungið inn á milli. Kaffiveitingar voru og drukku menn í sætum sínum. Fundarsalurinn stóri var þéttsetinn og fór fundurinn ágætlega fram. í fundarlok þakkaði ég allar móttökur og lét í ljós þá ósk, að U.M.F.Í. eða einstök félög þess gætu sem fyrst boðið norskum ungmennafélögum til Islands og þá ekki sízt til þess að þeir sýndu okkur þjóð- dansa sína. Að lokum gaf ég loforð, sem vakti fögn- uð, en það var að þegar ég kæmi næst til Noregs skyldi ég tala nýnorsku! Jerdal mundi þetta loforð mitt, er hann ávarpaði mig úti í „Lyru“ einn Snorra- hátíðardaginn og afhenti mér bók, er liann hafði samið á landsmáli og A. Skásheim afhenti mér sama dag ritverk Aasens, frá Ervingen, eflaust til þess að námið gengi betur! Föstudaginn 13. júní kvöddum við vini okkar i Bergen og liéldum suður með landi til Stavanger. Á Solaflugvellinum stigum við upp í Douglas-Dakotavél, tveggja hreyfla, og flugum til Prestwick í Skotlandi. Þar var stanzað skamma hríð. Flugmennirnir ætluðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.