Skinfaxi - 01.11.1947, Blaðsíða 72
136
SKINFAXI
ingu iþróttavallar við væntanlegt félagsheimili. Styður sund-
laugabyggingu sambandsiris að Kolviðarnesi. Fjölbreytt
skemmtanalíf..
Umf. Grundfirðinga, Grundarfirði vinnur að byggingu sam-
komuliúss og iþróttavallar.
Umf. Snæfell, Stykkishólmi, vinnur að myndarlegum íþrótta-
velli. Félagar unnu 100 dagsverk í sjálfboðavinnu við vatnsveitu
til kauptúnsins.
Umf. Afturelding í Reykhólasveit vann að skógræktargirð-
ingu í Barmahlið og styður sundlaugabyggingu U.M.S. Norður-
Breiðfirðinga á Reykbólum. Bókasafn félagsins telur 087 bindi.
Umf. Morgunn í Arnarfirði lék Hreppstjórann á Ilraunhamri.
Undirbýr endurbætur á samkomuhúsi sinu.
Umf. Bifröst í Onundarfirði gröðursetti 150 birkiplöntur í
kirkjugarði sveitarinnar. Blað félagsins Afturelding kom út.
Auk starfsmála félagsins, voru þessar spurningar m. a. ræddár
á fundum þess:
Ilvaða Islendingasögu þykir þér mest gaman að?
Að hvaða íslenzkum leikara geðjast þér bezt?
Á hvaða íslenzkum söngvara hefur þú mcstar mætur?
Á Iivaða núlifandi ísl. skáldi hcfur þú mestar mætur?
Þessa er getið hér öðrum til eftirbréytni.
Umf. Svnrfdæla á Dalvík sýndi kvikmyndir i 01 skipti. Lék
Kinnarhvolssystur í samvinnu við Leikfélág Dalvíkur. Fjöl-
þætt skemmtistarfsemi. Yekjarinn — blað félagsins — var
lesið upp á fundum þess.
Umf. Skíði í Svarfaðardal lauk við örnefnaskráningu i Skíða-
dal. Gefur út blað. Vinnur að skógrækt.
Umf. Einherjar, Vopnafirði, hefur skipt sér í tvær deildir.
A og B. Vinnur að sundlaugabyggingu við Seiá i Vopnafirði. Lék
Saklausa svallarann og fleiri Icikrit.
Umf. Fram í Hjaltastaðaþinghá vann 00 dagsverk við íþrótta-
húsbyggingu sína. Vinnur að íþróttavelli.
Samvirkjafélag Eiðaþinghá rekur bókasafll með 000 biridum.
Minntist 20 ára afmælis síns.
Umf. Valur á Reyðarl'irði uridirbýr sundlaugabyggingu á Búð-
areyri. Vinnur að skógrækt.
Umf. Kjartan ólafsson í Mýrdal stækkaði liinn myndarlega
trjágarð sinn um 800 ferm. og undirbýr gróðursetningu þar á
næstunni.
Umf. Kári Sólmundar&on, í Dyrhólahreppi, Mýrdal, vann lim
100 dagsverk við húsbyggingu félagsins.
Umf. Trausti, Vestur-Eyjafjallasveit, raflýsti samkomuhús