Skinfaxi - 01.11.1947, Blaðsíða 7
SKINFAXI
71
laganna í Bergen, Gular. Fadnes mun eiga einna mest-
ar þakkir allra fyrir móttökurnar í Noregi. Ennfrem-
ur tóku á móti okkur, formaðurinn í Bondeungdoms-
laget, sem er annað stærsta ungmennafélag borgar-
innar, Arne Ryssdal lyfjafræðingur, og loks er svo
að geta Ludvig Jerdals, blaðamanns við „Dagen“.
Hann er formaður i ungmennafélaginu „Ervingen" í
Bergen. L. Jerdal var einn blaðamannanna, er komu
Inngað í sambandi við Snorrahátíðina. Hann er ný-
norskumaður mikill og i miklu áliti sem blaðamaður.
Hefur komið til mála að nýnorskumenn vestan fjalls
í Noregi taki að gefa að nýju út blað sitt, sem legið
liefur niðri um nokkurt skeið, og þykir L. .Terdal lík-
legur ritstjóri þess. .Terdal var fangi Þjóðverja og'
fluttur til Þýzkalands. Var liann þar í fangabúðum
í 31/2 ár.
Okkur var nú ekið til gistibúss þess, er okkur var
ætluð dvöl í. Mér bafði verið séð fyrir gistingu bjá
Rasmus Haugsöen, fyrrverandi dómprófasti i Nið-
arósi.
Áður en við Jerdal færum til prófasts, sem býr í
einu útbverfi borgarinnar, átti hann viðtal við mig
fyrir blað sitt. Bar margt á góma og einkum vakti
það athygli Norðmannsins, að við hér heima skyld-
um eiga við að stríða fólksflótta úr sveitunum til bæj-
anna. En ]>að er mein, sem Norðmcnn eru mjög á-
hyggjufullir útaf. Sérstaklega er þetta mál erfitt við-
fangs fyrir ungmennafélögin norsku vegna ]iess, að
]iau eru einkum í sveitum landsins. Ég benti á, að
böfuðviðfangsefni íslenzkra ungmennafélaga væri,
að bæta menningarskilyrði æskulýðsins til sveita og
rannar að stuðla að því í hvívetna, að fólkið geti
búið við sem jöfnust kjör, bvar sem það er á land-
inu. Um það leyti sem við komum til Bergen, höfðu
ýmis bændasamtök sameiginlegt þing i borginni. Þar
talaði Gerhardsen forsætisráðberra. Hann bcnti á crf-