Skinfaxi - 01.04.1949, Blaðsíða 25
SKINFAXI
25
Oft var dansað með vopnum eða grímum, einnig mál-
uðu menn líkama sína. Dansar til tryggingar góðri
uppskeru hafa verið mjög algengir og má enn sjá
leifar þeirra í þjóðdönsum menntaðra þjóða. Dansar
þessir, sem voru yfirleitt dansaðir af hóp, voru mjög
máttugir að áhrifum. Áhrifin, sem voru bæði líkam-
leg og sálræn, voru mjög sterk vegna hinna sameig-
inlegu hrynjandi Iireyfinga, sem tengdu hópinn sam-
an, og vegna liinna sameiginlegu tilfinninga og hæna,
senx fólust í dansinum. Dansarnir hafa því bæði sam-
einað og veitt kraft.
Önnur tegund dansa, sem finnast meðal flestra frum-
stæðra þjóðflokka voru gelgjuskeiðsdansar, þ. e. a. s.
dansar, sem dansaðir voru til merkis um töku ungl-
inga í töln fullorðinna. Dönsuðn unglingarnir þá í sól-
arhring eða meir samfleytt, og var dansinn nokkurs
konar próf um menntun þeirra í danssporum, í túlk-
unargetu og á líkamlegt þol þeirra. í frásögn um dansa
Indíánaflokks eins í Norður-Ameríku er getið um,
að stúlkur á gelgjuskeiði liafi dansað 4—5 sólarhringa
samfleytt, en að því loknu voru þær teknar i tölu
Iiinna fullorðnu kvenna.
Þriðji flokkur frumstæðra dansa eru minningar- eða
írásagnardansar. Dansar þessir eru að líkindum
þannig tilkomnir, að frásögn einhvers athurðar hef-
Ur innifalið vissar líkamlegar hreyfingar. Endursögn
atburðarins hefur síðan smám saman bundið við sig
vissar hreyfingar eða dans. Brátt gleymist atburður-
inn, en breyl'ingarnar lifa sem dans, er erfist frá
einni kynslóð til annarrar.
Þó frumstæðir dansar séu dansaðir í hóp og yfirleitt
i hring, eru þeir æði misjafnir hvað hraða og erfiði
snertir. Staðhættir og þjóðskipulag ræður hér mestu.
Mikill munur er t. d. á dönsum liitabeltisþjóðflokka
frá Suðurhafseyjum og dönsum surnra þjóðflokka
Afríku og Norður-Ameriku. Dansar hitabeltisþjóða,