Skinfaxi - 01.04.1949, Blaðsíða 38
SKIXFAXl
38
með honum að tortíma þjóðerni voru, tungu og menn-
ingu.
Því er ekki að leyna, að þessi skoðun, þessi afstaða
til málsins, á sér andmælendur, er virðast albúnir að
kæfa liana og liirða ekki um, þótt eitur lcynni að
leynast í eggjum þeirra vopna, sem þeir telja að Iiæfa
muni bezt í þeirri viðureign. Mörg skrif ýmsra dag-
hlaðanna hafa verið með þeim mætti, að ætla mætti,
að selcir menn héldu á penna, menn, sem þjást af
samvizkukvöl. Stóryrðavaðall og persónulegar ávirð-
ingar hafa verið uppistaðan í þessum skrifum, en í
fyrirvafið smeygt hulu um málið sjálft. Svo algengt
sem ]>að er, að vanmeta dómgreind alþýðu, hefur þó
trauðla keyrt svo um þverbak sem nú. — Að dómi
ýmsra dagblaðsritstjóranna eru þeir menn allir, sem
ckki aðhyllast skoðun þeirra í þessu máli, komm-
únistar eða handbendi þeirra. Ég þykist hvorugt vera,
en ])óll mér sé ekki ókunnugt um til hvaða mann-
gerðar þeir telja kommúnista, mun ég aldrei hirða
svo um dilkdrátt þeirra, að ég hiki við að fylgja
þeirri skoðun, sem er í samræmi við sannfæringu
mína og samvizku.
Góðir fundarmenn, oss er dulið hvað næstu vikur
kunna að bera í skauti sínu, en vel mætti svo fara,
að ]>vi máli, sem hér hefur verið hreyft, yrði þá til
hrkta ráðið. Það skiptir miklu, liver þau málslok
verða, á þeim getur oltið heil] íslenzkrar þjóðar. Það
er þvi skylda vor að vaka yfir því, fá þá, sem blunda,
til að rumska, og reyna að greiða svo úr þvi mold-
viðri, sem uin málið kann að verða þyrlað, að sjá-
andi og heyrandi megi hver þegar taka afstöðu til
þess, þvi að engum einstökum mönnum eða hóp
manna hefur þjóðin gefið umboð til að ráða þvi fvr-
ir sig.
Verði til vor leitað um þátttöku i hernaðarbanda-
lagi, er ]>að þjóðarinnar að svara þvi boði. Ég trevsti
þvi, að í svarinn felist gifta hennar, ekki i svip held-
ur lengd.