Skinfaxi - 01.04.1949, Blaðsíða 31
SKINFAXI
31
rvkið, fágaðir eða endurbættir og dansaðir á ný af
ungum sem gömlum. Þar sem dansar þessir liafa víða'
verið dansaðir í nokkra áratugi teljast þeir yfirleitt
til þjóðdansa. Á Norðurlöndum hófst mikil þjóð-
dansaalda um síðustu aldamót og var safnað saman
gömlum dönsum auk þess sem nýir voru samdir. Á
siðustu árum er farið að lita á þessa dansa sem þjóð-
dansa þessara þjóða. Nýsamdir dansar eða afbakanir
úr eldri dönsum geta ekki talizt þjóðdansar fyrr en
þjóðin hefur tileinkað sér þá og dansað þá í nokkra
áratugi.
2. flokkur. Listdans, Ijallet, moderne dance og aðr-
ir sýningardansar.
3. flokkur. Samkvæmisdansar. Undir þennan flolck
heyrir fjöldi gamalla og nýrra samkvæmisdansa svo
sem polkar, skottis, vals, foxtrot, rumba, samha, jitter-
hug o. fl.
Dans var hluti af lifnaðarháttum 'frumstæðra
inanna, hann þróaðist með manninum, lifði af niður-
uíðslu á fvrstu árum kristninnar, margfaldaðist og
jókst á siðari hluta miðalda, og eins og allar athafnir
rnanna, heldur dansinn áfram að þróast. Það er ]>ví
óhætt að segja, að dans var, er og mun verða hluti
af lifnaðarháttum manna.
í næstu grein verður leitazt við að rekja sögu þjóð-
dansanna á síðustu öldum, einkum þjóðdansa Norð-
urlanda.
Skíðamót íslands hófst aS Kolviðarhóli á sumardaginn fyrsta
við hriðarveður og mikið fannfergi. Var það annað fjölmenn-
í'sta skíðamót, sem hér hefur verið haldið og voru þátttakend-
ur 135. par átti Héraðssamband Strandamanna 5 þátttakendur
og Héraðssamband Þingeyinga 13.