Skinfaxi - 01.04.1949, Blaðsíða 57
SKINFAXI
57
Steján f^unófjaon, Seruitö&um :
Bókasöfn uiignieiinafélagit
lslendingar eru bókaþjóS. Stundum hafa þeir verið nefndir
Kókalaus bókaþjóS, en nú er meira talaS um bókaflóS. ÞaS
er kunnugt af sögum, — enda muna elztu menn þá tima, a’ð
lílið var um bækur og ólikt því, sem nú er.
Ahugi fyrir bókum hefur þó jafnan veriS til lijá íslend-
ÍD.gum flestum, og því var eðlilegt, a'ð ungmennafélögin teldu
Það lilutverk sitt að eignast bókasöfn handa félagsmönnum
til afnota. Hafa þau bætt úr brýnni þörf, þvi fullyrða má, að
niun minna hefSi veriS um bókalestur á íslenzkum sveita-
heimilum undanfarna áratugi, ef bókasöfn ungmennafélaganna
hefðu ekki verið til.
Nú er sú breyting á orðin, að meira er um bæltur, og margir
einstaklingar sjá sér fært að kaupa meira af bókum en áður
var. Ungmennafélögin munu þó enn vera aðalbókakaupandinn
i mörgum sveitum landsins, og fá þau til þess allmikinn styrk
af opinberu fé, eins og nauðsynlegt er. Það eru þvi þau, sem
miklu geta ráðið um það, hvers konar bækur æskufólkiS les
helzt.
Nú er það svo, að bækur eru mjög misjafnar að gæðum;
sumar góðar, aðrar gagnslausar, en margar vondar, og geta
veriS skaSIegar fyrir unglinga.
Það liefur t. d. vei’ið sagt frá þvi i fréttum, að piltur einn,
sem tekinn var fastur fyrir þjófnað, skýrði frá því, að hann
hefði farið að iðka slíkt vegna þess, hve hrifinn hann varð
af sögum um slynga þjófa, sem alltaf sluppu undan lögregl-
unni.
Þannig getur lestur slæmra bóka leitt æskuna á glapstigu.
Ungmennafélögin liafa hér miklu lilutverki að gegna; og
góða aðstöðu til að hafa áhrif á lesefni fólksins, með þvi að
hafa aðallega í bókasöfnum sinunx þær bækui’, sem eru hollar
til lestrar og hafa göfgandi áhrif á ómótaða unglinga.
Það er þannig með líkamlega fæðu, að ekki er það ávallt
það gómsætasta, sem mestan líkamsþroska veitir, og sumir
verða sólgnir í eiturnautnir, sem hafa skaðleg áhrif á likam-
ann.
Ekki eru ósvipuð áhrifin, senx bókalestur getur liaft á fólk,
þvi glæpamanna-, morð- og draugasögur geta haft svipuð álxrif
á hugsunarliáttinn sem eiturnautnir á líkamann. Þær auka