Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 3
Kögrinu, og á uppsíðuna Spillir- inn ljósan og kastaði þar. Þarna kastaði ég, og togaði út og hélt mig á 50 og 55 föðmum, ég hífði upp þegar yddaði á þriðja sundi og fékk ágætan ásláttarpoka af hreinum þorski. Þegar kom á þriðja sund var far- ið að segja að komið væri fram á björg eða björgin fram. Jæja, ég kastaði upp um aftur. Það var eitthvað minna þarna. Var ég að snúast á 50 til 60 faðma dýpi í heilan sólarhring og fékk skiptipoka og poka. Ég tog- aði lengi, li/2 til 2 tíma, svo þetta var ekki fjörugt, og lítið spennandi, en var þó betra en ekkert, því það var hreinn þorsk- ur. Við fengum fréttir af skip- unum, sem á Halanum voru, og sögðust þeir fá 3 og 4 poka af blönduðum fiski. Þetta hljómaði ekki illa, en undir þeim kringum- stæðum að mega ekki hirða nema þorsk, gátu þetta orðið vafasöm skipti, og á því sem við fengum, þar sem við vorum. Það var þó ekki sama hver sendi út bland- aða fiskinn. Mér leiddist þessi tilbreyting- arlausi poki eftir 1 1/2 til 2 tíma, sem togað var, og kippti því út á Hala. Það var blíðskaparveður. Við köstuðum fyrir vestan Krykkju og toguðum á öllu því togfæru dýpi, sem þá þekktist og klárt var talið. Þá voru dýptar- mælar óþekktir, en við slangruð- um þarna á öllu dýpi, en eftir- tekjurnar voru litlar hvað þorsk- inn snerti. Við fengum poka-talið í fullum mæli, en það var aðal- lega ufsi og karfi, en því urðum við að fleygja í þá tíð. Nú þegar þetta er skrifað, kveður við annan tón. Það sem við urðum að moka út, og losa okkur við úr fullum trollum fyr- ir utan borðið, án þess að taka það inn, er nú að verða það eftir- sóknarverðasta, eins og stórufs- inn og jafnvel karfinn líka. Af tvennu lélegu var betra upp á sundum, og ákvað ég að kippa þangað aftur. Mér fannst heldur snemmt að fara á Hornbankann. Það var sama bjarta og góða Nikulás Kr. Jónsson veðrið. Ég kallaði á Kristinn Magnússon, sem var stýrimaður minn, og bað hann að vera uppi og láta mig vita þegar við vær- um komnir á okkar fyrri slóðir. Ég fór niður og steinsofnaði. Á leiðinni upp dreymir mig að við séum að toga á sundunum, mér þótti við vera að hífa upp, og þegar trollið kom upp, fannst mér belgurinn flengrifinn. Það tók nokkurn tíma að laga það, við toguðum með stjórnborðs- trolli, og þar sem lögn var, þurft- um við að snúa til stjórnborða til að opna það, áður en því var slakað út. Þetta var kallað á tog- aramáli, að skvera trollið og var það komið frá Bretum, eins og heiti á flestum hlutum um borð í togara, og var það eðlilegt, þar sem þeir vönu menn, sem um borð voru á fyrstu togurunum, höfðu siglt á brezkum togurum, og haldast þessi ensku nöfn á hlutunum en þann dag í dag. Ég sný mér að draumnum aft- ur. Mér fannst ég ætla kasta aft- ur og snúa í stjórnborða, en þá var komið bobb í bátinn. Það var kominn grænn togari upp á stjórnborða-kinnung og á honum stóð nafnið Leifur Heppni. Ég gaf merki með flautunni að ég þyrfti að berja í stjór, en mér fannst í svefninum að hann ætl- aði alls ekki að víkja. 1 því kom Kristinn niður og sagði að við værum komnir upp á annað sund. Ég spurði hann hvort nokkur togari eða annað skip væri hér og kvað hann nei við, ég sagði honum því næst drauminn og hvernig ég réði hann og til þess þurfi nú ekki mikla skarp- skyggni, ég sagði að við myndum fá fisk út á rifna trollið, en ef við köstuðum aftur, þá myndum við festa í Leifi Heppna og að líkindum missa trollið, þar sem hann þrjóskaðist við að víkja. Var Kristinn mér sammála hvað ráðninguna snertir. — Ég sagði honum að hífa trollið út fyrir og fór upp á eftir honum. Ég kastaði uppum á 55 föðmum og togaði upp á fyrsta sund. snéri þá öfugt á það eða til bak- borða og togaði út um aftur á 60 fðm. þar til annað sund var að hverfa og hífði þar upp. Það voru þrír góðir pokar, síðasti á- sláttur, allt ljómandi þorskur, en úr síðasta pokanum kom selur, sá eini, sem ég hefi um æfina fengið, en á því kvikindi hefi ég megna ótrú í vöku og svefni. Ekki bætti það úr skák að kasta aftur, að fá selinn í holinu, og var þó ekki á óhuginn bæt- andi eftir drauminn. — Ég bað strákana að henda kvikindinu eins langt og þeir drægju og var það gert. Ég kallaði til piltanna að taka upp í vængina. Ég lá úti í brúarglugganum og var að horfa á þorskinn, en setti ekki af stað, mig gerði bæði sárt og að klæja að yfirgefa þetta fiskirí. Um sama leyti kemur Kristinn stýrimaður upp til mín og segir: — Ætlarðu að láta drauminn aftra þér frá að kasta aftur. Þú færð hvergi svona gott fiskirí. —• Það er alveg sama. Við lend- um bara í Leifi Heppna ef við köstum aftur og ég er sannfærð- ur um að við missum trollið, þar sem við fengum þetta selkvik- indi í trollið. Það getur ekki góðri lukku stýrt. Þá sagði Krist- inn: — Það getur ekki verið að Leifur Heppni hafi verið kominn hingað upp. Hann var á Halan- um, þegar veðrið skall á. VÍKINGUR 283 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.