Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 5
Hálfdan Henrysson
Þegar Hvítanesmenn
rændu fallbyssunni frá Franco
Seint á árinu 1963 bættist fall-
egt nýtízkulegt skip í íslenzka
flotann, sem fékk hið tignarlega
nafn — Hvítanes. Nokkrir menn
sitt af hverju sauðahúsi stofnuðu
með sér nýtt skipafélag er þeir
nefndu kaupskip. Festu þeir
kaup á 4ra ára gömlu þýzku
skipi, sem var óvenjulega vand-
að og vel útbúið með hinn
mesta ganghraða. Var það aðal-
lega byggt til ávaxta- og korn-
flutninga með mikilli loftræst-
ingu og patent hlerum yfir lest-
um. En því miður kunna Islend-
ingar ekki að flytja slíkar vörur
á haganlegan hátt, og hinum
nýju eigendum datt heldur ekki
í hug að vera með neinar betrum
bætur í flutningum til og frá
landinu, enda höfðu þeir ekki ráð
á neinum förmum. Þeir byrjuðu
því að leigja skipið útlendingum,
til að reyna að næla sér í gjald-
eyri. Voru leigutakar ekki af
verri endanum, þar sem var
stærsta franska skipafélagið,
Frans-Atlantique-France, sem
vegna mikilla flutninga til hinna
fjarlægustu og afskekktustu ný-
lenda sinna þurftu mjög á leigu-
skipum að halda. Það lá því fyrir
Hvítanesinu, strax í byrjun og á
rúmu ári, að sigla til fleiri og
fjarlægari landa, en nokkurt ann-
að íslenzkt skip hefur farið á
Hér er HvítanesiS á siglingu meS jarm jyrir erlenda aðila, fullkomlega samkeppnisfœrt á hinum erlenda fragtmarkaSi.
VÍKINGUR 285