Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 6
jafnskömmum tíma. Fyrst eftir
að skipið hafði fermt á ýmsum
stöðum í Evrópu, var haldið til
Vestur-Indía og Suður-Ameríku.
Þar voru heimsóttar flestar af
hinum vel þekktu smærri eyjum:
Puerto Rico, Gudeloupe, Mastini-
que, Trinidad og margar borgir
í Venezuela og í brezku, hollensku
og frönsku Guiana. Um tíma
hafði skipið bækistöð í Cayenne,
skammt frá hinni frægu Djöfla-
ey, og frægust varð ferð skipsins
upp Oiaproque-fljótið á landa-
mærum Brazilíu. Sigldi Hvítanes
þá uppundir Miðjarðarlínuna við
Amason-fljótið og lengra upp í
frumskóginn en nokkurt annað
skip jafnstórt hafði áður farið.
Var stundum eins og skógurinn
lokaðist yfir skipinu á þessu
ferðalagi.
Skipshöfnin á Hvítanesinu var
öll íslenzk. Skipstjóri var Sigurð-
ur Þorsteinsson, áður stýrimaður
og skipstjóri hjá Skipaútgerðrík-
isins. Var þetta allt valinn mann-
skapur, sem hvorki lét sér bregða
við hinn afskaplega hita, sem
þarna var, eða vetrarkuldann á
leiðinni til Islands að förinni lok-
inni. En þessir synir Islands
fengu ekki að dvelja lengi heima.
Strax eftir að þeir komu úr
Suður-Ameríkuferðinni voru þeir
sendir í austurveg og suður fyrir
Indlandsodda til Firiksino, Cey-
lon, og þá voru þeir aftur komn-
ir suður undir Miðjarðarlínu, en
nú hinu megin á hnettinum. Á
einu ári heimsótti Hvítanesið
þannig meir en 25 þjóðlönd og
marga sérkennilega staði og
lentu skipverjar í ýmsum ævin-
týrum, sem líktust helzt sögun-
um í 1001 nótt, en í öllum þess-
um ferðumogviðóþekktarstrend-
ur fékk ekki skipið á sig skrámu
eða rispu og skipið var svo fljótt
í förum að hinum erlendu af-
greiðslumönnum fannst undrun
sæta.
En það er frá engum af þess-
um stöðum,sem ég ætla að segja
frá, því ég var heldur ekki með
í þessum ferðum.
Aftur heyrði ég skipsfélaga
mína segja frá mörgum ævintýr-
<*>■
Hvítanesmenn njóta hitans og sólarinnar. Gutim. Arason, 3. stýrimaSur, Jón, háseti,
GuSjón, vélamaSur og Björn Ólafsson, loftskeytamaSur.
La Salina saltekrurnar á Ihiza. TakiS eftir hvernig þeir bera fullar salt-
körfur á höfSinu, án þess aS stySja þœr meS höndunum.
<•>-------------------------------------
um af þessum óþekktu fjarlægu
slóðum. En mér hlotnaðist sú
ánægja að vera háseti á Hvíta-
nesi í tveim ferðum er skipið fór
með fiskfarm frá Islandi til
------------------------------
Portúgal, Spánar og Frakklands,
og það var í seinni ferðinni, sem
við lentum í því ævintýri að ætla
að ræna fallbyssu frá Spánverj-
um, sem Franco fannst sig ekki
286
VÍKINGUR