Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 10
/ heimsókn hjá Paturson aS Kirkjubœ á 60 ára afmceli kóngsbóndans. Skálinn í baksýn, elzti hluti hans er meira en 1000 ára gamall, og er langelzta timburhús, sem vitaS er um aS sé viS líSi aS einhverju leyti. TaliS frá vinstri: Björn Ólafsson, loftskeytamaftur, SigurSur Þorsteinsson, skipstjóri og GuSrún Þorsteinsdóttir, systir hans. Ferðin til Færeyja með saltið gekk slysalaust. Færeyingar voru fegnir að fá saltið. Þeir hafa enn ekki lært þá list að kaupa saltið, þar til búið er að fiska fiskinn. Það sem meira var, þeir afhentu skipstjóranum okkar viðurkenn- ingarskjal fyrir hvað lestarnar hefðu verið hreinar, þeir hefðu úr engu skipi fengið jafnhreint salt. En mestu vonbrigðin fengum við er við sáum okkar fagra land rísa úr hafi. Þá barst okkur skeyti um það að búið væri að selja Hvítanesið — að Kaupskip fyrirtækið ætti að leysa upp. Þeir höfðu ekki einu sinni borið það við að ráðgast við skipstjór- ann, sem hafði gengið bezt fram í því að safna hlutafé og fá nauð- synleg leyfi og sjálfur var hlut- hafi. Nokkrir þeir fjársterkustu höfðu náð öllum ráðum í hluta- félaginu, borið þá smærri ofur- liði eða sannfært þá um, að betra væri ein kráka á hendi en tvær í skógi. Vissara væri að fá strax gróða í hönd af sölu skipsins, en bíða og vona eftir vafasömum ágóða af hverfulum fröktum, sem afla yrði með ærinni fyrir- höfn. Þannig eru þau braskara sjónarmið,er við sjómennirnirog íslenzka þjóðin öll hefur við að stríða í dag. Og lýkur hér þess- ari sögu. * Skipstjórinn á Hvílanesinu í útreiSutúr á Ceylon ásaml syni sínum. Ekki fór þó fíllinn lengru upp í tréS, en sjá má á myndinni. ®-- 290 ----------<S> VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.