Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 12
verpa á daginn. Þegar ungar grænu skjaldbökunnar við At- lantshaf hafa yfirgefið varp- ströndina, hafast karldýrin við í sjónum alla ævi eftir það. Eftir að dimmt er orðið fara kven- dýrin í land einungis til að verpa, þau fara alltaf aftur og aftur tii sömu varpsvæðanna og oft til sama staðar á varpströndinni. Grænu skjaldbökurnar eru í hópi þeirra fáu skriðdýra, sem eðla sig með meira en eins árs millibili. f Sarawak eðlar allur hópurinn sig og verpir á þriggja ára fresti. f Tortuguero kemur einn þriðji stofnsins til að verpa á tveggja ára fresti en tveir þriðju hlutar á þriggja ára fresti. Á þeim átta árum, sem við höf- um merkt þar skjaldbökur, hef- ur engin skjaldbaka komið þang- að aftur eftir aðeins eins árs f jar- veru. Þegar varpi lýkur í Tortu- guero fara skjaldbökurnar aftur til heimahaga sinna þar sem skjaldbökugrasið vex, þar halda þær sig að því er virðist, þar til næsti varptími nálgast. Bithagar þeirra eru ef til vill ekki mjög langt frá varpströndinni, en geta einnig verið í mikilli fjarlægð. Varpið hefst ekki alls staðar á sama tíma árs á hinum ýmsu varpstöðvum og stendur ekki alls staðar jafnlengi yfir. Sums stað- ar takmarkast varptíminn við þrjá til fjóra mánuði ársins, á öðrum stöðum koma skjaldbök- urnar til að verpa allan ársins hring og nær varpið hámarki í tvo til þrjá mánuði, jafnvel tvisv- ar á ári. Kynmök fara fram við varp- ströndina, og að því er virðist hvergi annars staðar. Annað- hvort koma karldýrin með kven- dýrunum til varpstrandarinnar eða þau eiga þar stefnumót á til- settum tíma. Þegar fyrstu skjald- bökurnar eru farnar að leggja leið sína í land til að verpa, sjást skjaldbökur hamast í sjónum að boða baki, í tilhugalífi, í bardög- um og kynlífi. Þetta fer þó að mestu fram án þess að unnt sé að fylgjast með því. En úr flug- vélum, sem fljúga í lítilli hæð, hafa stundum sést tvö karldýr í eltingaleik við eitt kvendýr. Mörg kvendýranna koma í land rifin og klóruð, auðsjáanlega vegna aðgangsfrekrar ástleitni karldýranna. Sum kvendýrin virðast hafa kynsamband rétt áður en þau halda í land og byrja að verpa.. 1 Tortuguero virðast öll kynmök enda þegar liðnar eru þrjár eða fjórar vikur af ■' " w : ;.V S.O ■ - - 8: ■ ;s?-, m ..... sSSísSSSSSSSS niúk -' «, ■ s' . ' r-Nv.^v.y^A.y^.í.vv. •f. , 0....... j v'A'USS; v •■VA. AV/.'V.. ^ ÍiillÍÍlilÍWÍÍSfes * ÖWCSSSS ’S. ;• . Í*. ' sslfefeiisis 1« £ittt ‘HTmnsfwtti • ■ ■ ..................... . .....— !Hi Kortiö sýnir útbreiSslusvœði grœnu skjaldbbkunnar. Dökkbláu blettirnir viS strendur landa og eyja sýna staSi, þar sem skjaldbök- 292 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.