Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 14
sem um það er að segja, hafa til- raunir sýnt, að þráin til sjávar tapast ekki, þótt skjaldbökurnar séu hafðar í landi í heilt ár eftir útungun. Sama gildir um full- orðnar skjaldbökur. Stýrt hlýt- ur að vera eftir áttaskyni á löng- um sjóferðum frá heimahögum tii varpstrandar. Nýlega fóru fram athuganir á hegðun skjaldbökuunga á Bim- inieyju í Bahamaklasanum. Nokkur hundruð 20 daga gamlir ungar voru látnir í hringlaga sjó- búr. Ungarnir voru frá Tortu- guero. Stytzta leið til sjávar var flóamegin á eyjunni eða um 40 stikur, hafið sjálft var í um 200 stiku fjarlægð í gagnstæðri átt. Ungarnir í vatnsfleti búrsins gátu hvorki séð flóann né hafið, þar eð veggir búrsins skyggðu á tré og byggingar voru dreifð- ar í kring. 1 þrjá daga voru gerð- ar athuganir á dreifingu ung- anna í búrinu, kl. 09.00, kl. 16.00 og kl. 23.00. Mestallan tímann blés stöðugur vindur úr þeirri átt, sem flóinn var. Á nóttinni sváfu ungarnir í vatnsskorpunni, þá sópaði hinn stöðugi kaldi þeim saman í þann hluta búrs- ins, sem nær var hafinu. Þegar birti af degi og ungarnir voru vaknaðir, flýttu þeir sér oft þeim megin í búrið, sem nær var fló- anum. Þetta var ekki tilhneiging til að synda á móti vindi. Stöku sinnum var logn, en þó héldu ung- arnir uppteknum hætti. Næstum ekkert er kunnugt um ferðir og venjur grænu skjald- bakanna fyrsta árið.Þær eru að- allega kjötætur á þeim aldri, en þær geta aðeins náð sér í lítil og máttlítil lindýr, sem hafast við í sjó. Slík dýr eru af skorn- um skammti, bæði við varp- strendurnar og þar, sem skjald- bökugrasið vex. Ungar skjald- bökur eru líka sjaldséðar á þeim slóðum. Líklegt má telja, að fyrstu mánuði ævinnar færi ung- arnir sig stað úr stað í leit að dýrum, sem aldri og stærð þeirra hæfir. Það, sem við vitum með vissu, er, að ungarnir hverfa. Eini staðurinn við Atlantshaf og Karíbahaf þar, sem við höf- um getað athugað uppvaxandi grænar skjaldbökur erviðvestur- strönd Florida. 1 aprílmánuði ár hvert koma þangað ungar mm m 1811 c 0 iliiiiiWiil V. , ..... ■ . í ■ : Álill ÉflHpHHæ —t i \ 1 I WAí pí >JOVlN!CAN \ >y , ' j I Ililllllli Svarti depillinn á kortinu sýnir varpstöðvarnar í Tortuguero á Costa Rica ströndinni. Hringarnir sýna hvar skjaldbökur merktar í Tortuguero hafa veiSzt, eins og sésl á hringunum, hafa flestar veiöst viS strönd Nicaragua. 294 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.