Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 15
Skjaldbökurnar í sjóbúri hópast saman viS þá hlið búrsins, sem nœr er sjónum, þótt þœr sjái hann ekki. skjaldbökur sem vega 10 til 90 pund. Á þessu skeiði ævinnar eru flestar þeirra orðnar grasætur og sumarmánuðina bíta þær skjald- bökur gras á sléttum leirum milli Tarpon Springs og ósa Suwannee- fljótsins. í nóvember yfirgefa þær staðinn, en ekki er kunnugt, hvert þær fara. Þessir Florida- gestir hafa ef til vill komið frá varpströnd í Costa Ricu. Ekki hefur það þó sannast vegna erfið- leika við að koma við merkjum, sem henta hinum uppvaxandi dýrum. Fyrir aðeins 10 árum var ekki full vissa fyrir því, að græn- ar skjaldbökur ferðuðust langar leiðir úr heimahögum sínum til sérstakra varpstaða. Skipulagð- ar merkingar, sem gerðar hafa verið í Tortuguero sýndu fyrst svart á hvítu, að langferðir áttu sér stað með jöfnu millibili. Síð- astliðin átta ár hafa 3205 full- orðnar skjaldbökur verið merkt- ar, af þeim hafa 129 verið endur- heimtar. Flest merkjanna höfum við fengið frá mönnum, sem stunda skjaldbökuveiðar undan strönd Nicaragúa, en önnur frá stöðum, sem eru dreifðir á 1500 mílna löngu svæði. Til dæmis kom eitt merki í leitirnar við suður- odda Florida, eitt við norður- strönd Cúbu, fjögur frá strönd Yukatánskaga í Mexicoflóa og tvö frá Maracaiboflóa í Venezu- ela. Merkingarnar sýna, að eng- in skjaldbaka merkt í Tortugu- ero hefur verið endurheimt þar, eftir að varptíma lauk. Engin skjaldbaka merkt í Tortuguero hefur fundizt við varp annars staðar en þar. Tímalengdin frá því að skjaldbökur hafa verið merktar í Tortuguero er í mjög litlu sambandi við vegalengdina, sem endurheimtar skjaldbökur hafa farið. Þetta bendir eindreg- ið til þess, að þær séu fardýr, sem fari með ákveðnu millibili frá varpströndinni til ákveðinna takmarkaðra heimahaga sinna. Þótt þessar upplýsingar séu mikilvægur vitnisburður um reglubundnar ferðir grænu skjaldbakanna, sem verpa í Tor- tuguero, þá sanna þær ekki raun- VÍKINGUR verulegt ratskyn þeirra, og er þá átt við annað og meira en ferðir með ströndum fram og getu til að stefna í ákveðna átt. Slíkar ferðir fara margar dýrategundir. Ströndin í Tortuguero er hluti meginlandsstrandar. Grænu skjaldbökurnar gætu einfaldlega yfirgefið hina fjarlægu heima- haga sína á réttri upphafsstefnu. Eftir að hafa tekið land, gætu þær hafa fylgt ströndinni þar til staðhættir komu þeim kunnug- lega fyrir sjónir, sem gefur til kynna að þær eru komnar á forn- ar slóðir. Á varpferðum sínum í land hvað eftir annað, meðan varptíminn stendur yfir koma skjaldbökurnar oft aftur í land á sama stað, sem er tvö hundruð stikur, strandarinnar, sem þær hafa áður notað. Þegar skjaldbökurnar hafa tekið land á Tortuguerosvæðinu má telja öruggt, að þær kanni ströndina í leit að einhverju, sem komið gæti þeim á rétta leið til varpstaðarins. 1 byrjun varp- tímans sjást greinilegar slóðir skjaldbaka, sem eru eins og hálf- máni í laginu við annan enda varpstrandar, sem er 22 mílur að lengd. Þetta eru slóðir, sem liggja í hálfhring og eru eftir skjaldbökur, sem komið hafa úr sjónum, lagt leið sína spölkorn upp á hluta strandarinnar og síð- an haldið aftur til sjávar án þess að verpa. Þessi hegðun kann að vera leit að sérstökum auðkenn- um, sem finna þarf til stuðnings við staðarvalið. Þegar skjald- bakan heldur í land, nemur hún oft staðar í flæðarmálinu og þrýstir snúðnum niður í sandinn á leið sinni lengra upp á strönd- ina, að því er virðist í leit að hinni réttu lykt af sandinum eða í annars konar könnunarskyni. Lítið annað er vitað um þau skiln- ingarvit, sem hafa hlutverki að gegna við val varpstaðar. Mér komu í hug skjaldbökurn- ar, sem verpa á Ascensioneyju, er ég skyldi nefna skjaldbökur, sem hljóta að hafa ratskyn, þar sem þær hafa engin kennileiti í landi á ferð sinni yfir opið haf. Hæfileikinn til að fara hnitmið- aöar ferðir um úthöfin er hin erfiða gáta, sem við er að fást varðandi ratskyn (navigation) dýranna. Jafnvel mannlegir sæ- farar, sem gátu mælt hæð sólar og stjarna, gátu ekki reiknað út nákvæman stað sinn á hafinu, fyrr en sjóúrið kom til sögunnar á 18. öld. Athuganir á ýmsum dýrateg- undum, einkum bréfdúfum og far- fuglum, benda til, að þau styðj- ist einkum við þrjá meðfædda eiginleika á ferðum sínum, þ. e. a. s. tímaskyn, áttaskyn og stað- arskyn. Á grundvelli þessara eig- inleika verða afrek dýra, sem 295
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.