Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 22
Ég átti að smyrja og „passa rokk- inn/‘ meðan Sveinbjörn vélamað- ur svæfi, og máske hafði ég gef- ið eitthvað óekta á glösin, sem voru á belg vélarinnar. Svein- björn var ræstur. Hann kom í skyndi, æðandi á klossunum ein- um saman; skoðaði vélina og gerði ýmist að klappa henni eða slá til hennar; setti svo sveifina á og malaði henni í gang. „Hvað var að?“ sögðum við, þegar höfuð vélamannsins kom upp úr vélarhúsgatinu. „Ekkert. Hún var bara þreytt,“ segir Sveinbjörn. Eftir þetta stanzaði vélin aldrei af sjálfsdáð- um og bilaði ekkert alla vertíð- ina. Áfram var haldið, og alltaf hélzt sama góðviðrið. En nú var komin þoka. Þegar Sigurður hélt sig vera kominn út fyrir Garðskaga, vandaðist málið. Niðaþoka lá yf- ir öllu, og við allir ókunnir hér. En þarna kom heilladísin út úr þokunni. Það var lítill ljóslitur bátur, er dró línu sína. Sigurði fannst nú vænkast sitt ráð, keyrði að bátnum og talaði við formann hans. Ég las á litlu tré- spjaldi á skut bátsins: „Stakkur" Keflavík. Ég heyrði formanninn á Stakk kalla yfir; „Eg er að draga inn síðasta bólfærið, — eltu mig í land!“ BólfæriS — hvað skyldi það þýða? hugsaði ég. Orðið hafði ég ekki heyrt áður og skildi ekki merkingu þess. Seinna fékk ég að vita, að það þýddi sama og niSur- staSa og dufl á okkar Vestfjarða- máli. Nú setti Stakkur á fulla ferð, svo að Sigurður mátti hafa sig allan við að missa hann ekki út í þokuna. Sveinbjörn vélamaður steig á alla ventla og lét stein- olíu á glösin, til þess að æsa vél- ina og örva ganghraðann, og sem betur fór heppnaðist okkur að sjá í skottið á Stakk inn fyrir Skaga- tána. En úr því létti þokunni, og við sáum þetta litla og lága land í Garðinum, sem okkur Vestfirð- ingum fannst ekki neitt-neitt, samanborið við tign og fegurð hinna vestfirzku fjalla. 302 Við tókum land við litla stein- hlaðna bryggju í Keflavík. Svo hittist á, að á bryggjunni stóð snyrtilegur og gjörfilegur mað- ur. Formaðurinn á Stakk sagði Sigurði, að þetta væri einn aðal- konungur þorpsins, faktorinn við Duus-verzlun, sem hér ætti hús- eignir, lóðir og lendur um allt. — „Og þú munt sennilegagetafeng- ið uppsátur hjá honum.“ Faktorinn, Sigurður Þorkell Jónsson, þessi prúði og kurteisi maður, sagðist ekki geta leigt okkur húsnæði né vör, þar sem allt væri nú fullskipað hjá sér. En hann benti okkur til Ytri- Njarðvíkur og taldi ekki ómögu- legt að hægt væri að fá slíka að- stöðu þar. Við kvöddum þá Keflavík og keyrðum fyrir Vatnsnestangann, og lentum Óla við lítinn stein- garð, er byggður var út úr hlein í fjörunni niður undan Höskuld- arkoti í Ytri-Njarðvíkum. Okkur fannst fátæklegt til landsins að líta; 5—6 kot með litlum túnblettum í kring. Þarna hittum við ungan og æskuglaðan mann. Hann hét Einar Jónsson. Sigurður sagði deili á sér, og hverra erinda hann væri hér með skip og menn. Einar Jónsson, sem þá var formaður á m.b. Ár- sæl í þessu byggðarlagi sínu, og margir fleiri menn, er báru þarna að, störðu undrandi á okk- ur, þessa kynlegu kvisti, sem þeim fannst víst að væru komnir frá fjarlægum furðuströndum. „Eruð þið þá Hornstrending- ar!“ segir Valdi frá Þórukoti. Einari Guðmundssyni, háseta á Óla, miklum æringja og fljót- huga, fannst þetta móðgun við okkur og svaraði um hæl: „Nei, við erum úr Leirunni, lagsm., — samasem úr Reykjavík!“ Allir hlógu dátt. Einar Jónasson tók okkur alla af Óla heim til föður síns, Jónas- ar útvegsbónda, þar sem okkur var borinn hinn bezti beini. Þeir feðgar reyndust Sigurði miklir heiðursmenn. Þeir útveguðu hon- um húsnæði og uppsátur, leið- beindu honum um kaup á salti, olíu og allskonar nauðsynjum, lánuðu okkur margskonar hluti, er okkur vanhagaði um, án end- urgjalds, komu Sigurði í sam- bönd í Keflavík og þreyttust aldrei á að gera aðkomumönnum greiða.Við fengum verbúðarpláss uppi á lofti í Stebbakoti. Þetta var gamall timbur- og moldar- bær. Eigandi hússins, Stefán Er- lendsson, leigði okkur einnig vör, og fisk- og beitingaskúra við sjó- inn. Við réðum til okkar fang- gæzlu, er annast skyldi um mat okkar og maga. Sú hét Rósa, stór fornaldarkvenmaður, sem reykti tóbak úr pípu, er hún kallaði „bumbuna“ sína. Hún eldaði grautinrx, sauð soðnmguna og lag- aði til rúmbælin. Sjálfir höfðum við þurramatinn í skrínum, hver hjá sér. Nú byrjuðu róðrarnir. Það gaf nærri stanzlaust í tvær vikur. Að sið Vestfirðinga beittum við lóð- ir okkar í böggla, 40—60 í sjó- ferðina. Ein lóð var í hverjum böggli, og böggullinnbundinnsam- an með hálsi lóðarinnar. Vest- firðingar kölluðu þetta að beita í „pjanka.“ Njarðvíkurmenn, sem voru skemmtilegir og góðir strákar, beittu sínar línur í bala og skildu ekki sumar okkar vest- firzku aðferðir — og varla sumt okkar talmál. Þeir komu oft í beitingaskúrinn til okkar, til að spyrja, spjalla og gleðjast með þessum léttlyndu vestfirzku stall- bræðrum. — Jæja, eruð þið nú farnir að pjankast?“ sögðu þeir, þegar þeir sáu okkur við beiting- una. Við fiskuðum fremur vel; feng- um 600,oo krónur til hlutar yfir vertíðina, sem þá þótti gott. En mikil var vinnan á þessari eyði- strönd. Stundum héldum við, að við myndum drepast úr þreytu. Fyrst varð að ryðja vörina; fá lánaðan uppskipunarbát, til að flytja fiskinn úr Óla í land; bera svo fiskinn í trogbörum undan sjó, hausa, fletja og salta. Stund- um fengum við að leggja okkur í 3—4 tíma, stundum ekkert, en fórum beint frá aðgerðinni að VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.