Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 26
Á myndinni sjást helztu hvalategundir, sem veiddar eru. Aj j>eim er bláhveliS stœrst. BLÚÐÆÐAR gildari en ofnrör Margir menn eru þannig gerð- ir, að þeir loka augunum fyrir sönnum undrum og kjósa heldur að láta ímyndunarafl sitt rása. Á þennan hátt hafa sögurnar um sjóorminn orðið til bæði í skozku vötnunum og úti á höfunum. Án þess að nokkuð sé fullyrt um tilveru sjóormsins, þá er sjó- ormurinn hvergi nærri jafn merkileg skepna og bláhvalurinn er. En bláhvalurinn er tvímæla- laust stórkostlegasta skepnajarð- arinnar. Hugsið ykkur fisk, sem er 30 til 35 metra langur og vegur 120 tonn, þarna er komin dálagleg mynd af stærstu skepnu jarðar, bæði nú og í fortíð. En bláhvalurinn er þó ekki fiskur. Hann er spendýr, þrátt fyrir fisklögun sína. — Margir skynsamir menn með góða skóla- menntun og upplýsingu vísinda- manna neita að viðurkenna þetta. T.d. telja katólsktrúarmenn dýr- ið vera fisk og mega því borða hvalkjöt á föstunni, þegar annað kjöt er bannað til áts. Vegna langrar veru bláhvals- ins í sjónum, hefur hann orðið fisklaga, sem gerir hann jafn- hæfan fiskum til að ferðast um höfin, en hann verður að koma upp á yfirborðið á 10 mínútna fresti til að anda. Hann fæðir lifandi unga og gefur afkvæmum sínum að sjúga fitumikla mjólk. Mjólkin inniheldur 30 prósent fitu, en er því miður mjög bragð- slæm. Lítið væri varið í að hirða hana, þótt möguleiki væri á að mjólka hvalinn. Þetta kjötbjarg, þrátt fyrir ferðalag sitt upp og niður, held- ur sig á 100—200 metra dýpi og inniheldur 8000 lítra af blóði, sem dælt er um skrokkinn af hjarta, sem vegur sex tonn. Slagæðarnar eru gildari en ofnrör. Við hlið bláhvalsins er fíllinn smádýr, rétt eins og mús í hlutfalli við okkur. Og jafnvel risaeðlur fortíðarinnar eru bara dvergar í samanburði við blá- hvalinn. Mjög snemma hófu menn að veiða bláhvalinn vegna fitu- magns hans, sem kom að góðu haldi bæði sem mannafæða og ljósmeti. 1 dag stunda stóru fljótandi hvalveiðiverksmiðjurnar rán- yrkju bæði á bláhvalnum og öðr- um hvaltegundum. Þetta er mjög slæmt, því að enn er margt óleyst í sambandi við þekkingu okkar á þessu stóra dýri. Langt er síðan mönnum var VlKINGUR 306

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.