Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 30
r
inu, ætlað 22 tíma bóklegt nám í sjómennsku, 22
tímar í siglingafræði, 22 í dönsku, 22 í stærðfræði,
10 í skrift, 10 í læknisfræði, 6 í heilsufræði, 6 í
vélfræði og 35 í loftskeyta- og radiofræðum. Til
viðbótar þessu halda skipstjórinn og aðrir yfir-
menn fyrirlestra um ýmis mál, sem eru í nánum
tengslum við sjóstörfin.
Verklegu störfin skipa að sjálfsögðu virðulegan
sess, þar er lögð áherzla á tréverk, segl, læknis-
störf, matreiðslu og störf í vélarúmi. Þegar náms-
tíma um borð líkur, hefur sjóndeildarhringur
hinna ungu manna stækkað að mun.
Þó að aðbúnaður hafi verið stórum bættur um
borð er hann miklu frumlegri en tíðkast um borð
í nútíma vöruflutningaskipi. Aginn um borð er
líka mikill. Á þennan hátt er reynt að laða fram
skapfestu í verðandi stýrimönnum. Á rá 100 fet-
um ofan við þilfarið finnur ungi maðurinn hvers
virði sjálfstraust er, og á þann hátt eykst ábyrgð-
artilfinning hans. Þeir læra að meta samstarf,
vandvirkni og tryggja á þann hátt eigið öryggi,
manna sinna og skips.
Skipstjórinn Knud L. Hansen fylgist vel með
að nemendur sínir tileinki sér það sem kennt er
um borð.
Hansen var gerður að skipstjóra á „Danmörk"
árið 1937. Sennilega á enginn skipstjóri jafnlang-
an starfsferil að baki á seglskipi, og vissulega
alls enginn á skólaskipi. Óhætt er að fullyrða, að
enginn sjómaður hefur haft jafnmikil áhrif á
unga menn í að leiða þá til góðra starfa bæði á
friðar- og ófriðartímum og þessi mæti skipstjóri.
Enginn skipstjóri hefur heldur áunnið sér jafn-
mikla virðingu og aðdáun manna, bæði Dana og
Bandaríkjamanna, sem hlutu þjálfun sína á skóla-
skipinu og Hansen. Hann er sérstæður maður —
sannur víkingur — sem þjónar ríkulega köllun
sinni.
Ég, sem skrifa þessar iínur, læt hugann reika
aftur í desembermánuð 1942. Með sjópoka um öxl
gengum við 120 nemar niður hlíðina frá Coast
Guard skólanum um borð í skólaskipið „Dan-
mörku“, þar sem við áttum að ljúka skólagöngu
okkar með 4 vikna dvöl um borð.
Við sigldum skipinu, fengumst við seglin, þvoð-
um þilfarið og héldum öllu skínandi fögru, sem
skinið gat rétt eins og tíðkaðist um borð í skipi frá
ómunatíð.
Að ferð lokinni og við komnir í bláa einkennis-
búninginn með gyltu borðunum, vissum við að
við vorum betri menn. Við vorum betri menn
vegna dvalar okkar um borð í „Danmörku". Við
höfðum tileinkað okkur dálítið af þeirri djörfung,
sem þar ríkti, og enn klingir fyrir eyrum mér
skipanir hins mikla skipstjóra skipsins, þar sem
hann stóð í lyftingu.
Að ofan sjást nemarnir tileinka sér vinnu seglasaumarans og
gera að seglum með handnálum einum.
Hér draga piltarnir upp akkerið með gamla laginu, raða sér á
capstaninn.
310
VlKINGUR