Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 31
Það kemur ekki oft fyrir, að erlendir menn haldi fram réttri söguskoðun, þegar um er að ræða landafundi Vesturheims og þann þátt, sem íslend- ingar áttu í þeim og byggingu þessara vestrænu landa. Venjulega er allur sá ljómi, sem af þess- um siglingaaferkum stafar, látinn skína á Norð- menn. Jafnvel hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa stundum átt það til að halda þannig á málum, að allt væru þetta samnorræn afrek. Þótt heimild- Tryggve J. Oleson Early Voyages and Northern Approaches Tryggvc J. Oleson Eftir Sigurð Guðjónsson, skipstjóra. irnar séu líka íslenzkar, ritaðar þar, af íslenzkum mönnum, er því haldið fram af sömu aðilum að það séu líka samnorræn rit. Þó hefur nú brugðið út af þessu, við útkomu ofannefndrar bókar. Með bók þessari bætist hinum íslenzka málstað mikill og góður liðsauki. Bók þessi er eitt bindið af seytján, af Sögu Canada, sem verið er að gefa út um þessar mund- ir. Höfundurinn Tryggvi J. Oleson er fæddur í Glenboro Manitoba og er af íslenzkum ættum. Hann er prófessor við Manitoba háskóla, og hlotið menntastig við kanadiska háskóla. Ritað hefur hann mikið í kanadisk og ensk sögutímarit um söguleg viðfangsefni íshafslandanna. Hann er höfundur tveggja síðustu bindanna af Sögu Is- lendinga í Vesturheimi. Einnig hefur hann þýtt á ensku hið mikla rit Dr. Jóns Dúasonar Land- könnun og landnám íslendinga í Vesturheimi. Það er mikið nauðsynjaverk og kemur þá fyrst að fullu gagni, þegar það hefur verið gefið út á því máli. Höfundur getur þess í formála bókarinnar, að fyrir 25 árum hafi gripið sig mikill áhugi fyrir þessu viðfangsefni. Hafi hann þá byrjað að kanna heimildir um sjóferðir til hins vestræna heims- hluta fyrir daga Columbusar, sérstaklega hinar íslenzku. Um líkt leyti hafi hann kynnzt riti Jóns Dúasonar og hryfist svo af því, að hann hafi ákveð- ið að þýða það á enska tungu. Menn munu veita því eftirtekt, sem þessa bók lesa, hve mjög hann hallist að skoðunum Jóns um þetta síumrædda viðfangsefni fræðimanna, siglingu Islendinga til Grænlands og hinna norðlægu landa núverandi Canada og landnáms þeirra þar. Stundum finnist sér örðugt að greina á milli sinnar skoðunar og Jóns, þótt að vísu séu þeir ekki alls staðar sam- mála. Mikið magn heimilda hefur verið kannað til undirstöðu þessarar bókar, og úr því valið það, sem bezt hæfði þessu viðfangsefni. Segir höf. sig og Jón Dúason mest greina á við aðra fræðimenn um hina svokölluðu Thule-menningu. I fyrsta kafla bókarinnar lýsir höf. hvernig um- horfs var í Evrópu á 8. og 9. öld. Um það leyti ríkti friður í álfunni, eftir innrásir Germana á vesturhluta hins rómverska ríkis á 5. og 6. öld og Mára frá Spáni á fyrri hluta 8. aldar. Ófriðnum móti Söxum hafði lokið með viðunandi niðurstöðu. Langbarðar höfðu sætt sig við hinn franska kon- ung og héruð þeirra, sem hluta af hans yfirráða- svæði. Á Bretlandi þróaðist menning og bókvísi, eins og með öðrum kristnum þjóðum. En þá kom til sögunnar nýr ógnvaldur, úr óvæntri átt. Ut úr hinum dimmu fjörðum Noregs og lygnu sundum Danmerkur, kom nú eins og sviptivindur hinir síðustu af hinum villta germ- anska kynþætti, hinir norrænu víkingar. Þeir fóru eins og refsivöndur um allar strendur hinna kristnu landa og ekkert stóðst við þeim. Þeir létu sér eng- ar hættur í augum vaxa, og hikuðu ekki þótt við ofurefli væri að etja, þeir komust meðfram öllum ströndum Evrópu, alla leið suður í Miðjarðarhaf. VÍKINGUR 311

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.