Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Page 32
Þeir fleyttu sér eftir vatnaleiðum Rússlands alla leið suður í Svartahaf og Kaspíahaf. Þeim voru allar leiðir færar á hinum rennilegu langskipum sínum. Upp úr þessum umsvifum öllum þróaðist sjómennska og farsnilli, sem ekki var áður þekkt. Sömuleiðis hafa skipin tekið breytingum til hins betra og aukist að sjóhæfni og fullkomnun, í þá átt að farið var að voga sér lengra út frá strönd- unum. Byggðust þá brátt Hjaltlandseyjar og Fær- eyjar og eftir að Island byggðist var flett blaði í þróunarsögu hafsiglinga. Þegar Islendingar höfðu búið á landi sínu í rúmlega eina öld, höfðu þeir náð mikilli leikni í hafsiglingum. Kom það þá eins og af sjálfu sér að þeir færðu út umráðasvæði sitt á Norður- Atlantshafinu. Leiðin lá vestur á bóginn. Þeir fundu og byggðu Grænland og hin norðlægu lönd núverandi Canada og suður austurströnd þess lands báru þeir menningu sína. Höf. bendir á, að undir eins og íslendingar stofnuðu nýlendu sína á Grænlandi hafi þeir hlotið að nytja hin miklu veiðisvæði hinum megin Davíðssunds og kringum Baffinsflóa, eða hina svokölluðu Norðursetu, eins og þeir kölluðu þessi miklu landflæmi. Þar voru hjarðir hreindýra á landi, en hvalur, rostungur, selur og birnir við ströndina og á ísnum. Sömu- leiðis var æðarvarn á þessum slóðum, en síðast og ekki sízt hinn eftirsótti hvíti fálki, sérstaklega á Baffinslandi. Ferðirnar til þessara svæða voru hinar svonefndu Norðursetuferðir, sem nefndar eru í fornritunum. Ferðir til Austurstrandar Ameríku bvrjuðu snemma en upplýsingar þær, sem íslenzk fornrit gefa, eru bæði stuttorðar og ber ekki alltaf sam- an. En auglióst telnr höf. að Islendintmr hafi fnrið margar ferðir til Vínlands á þessu tímabili. Ekki telur hann hægt að benda á það, með neinum lík- indum, hvar hið forna Vínland fornsagnanna sé, né þeir staðir, sem nafngreindir séu þar. Sé það þó sannarlega ekki vegna þess, að fræðimenn hafi ekki velt þessu fvrir sér, því bent hafi verið á marga staði, bæði líklega og ólíklega. Sannleikur- inn sé hins vegar sá, að allar slíkar ákvarðanir verði að bíða, þar til óvggjandi fornleifar verði grafnar fram í dagsljósið. sem allir geti orðið sam- mála um. Fram að þessu hafi ekkert komið í leit- irnar, sem svar við þessu hugstæða viðfangsefni. 1961 hafi Norðmaðurinn Helgi Ingstad fundið fornar húsarústir á norðanverðu Nýfundnalandi, sem hann telur eftir Islendinga á Vínlandi. Gripir hafa fáir fundist. en þó vottur eftir járnvinnslu. Carbon 14 rannsókn hafi að vísu bent til tíma- bilsins kringum 1000, en loftslag á þessum slóð- um sé langt frá því að vera líkt því, sem íslenzkar heimildir lýsa því á Vínlandi og vínber þau, sem landið hlaut nafn sitt af, séu þar ekki finnanleg. Höf. telur Vínlandsferðirnar ekki aðalatriðið í sögu lslendinga á þessum vestrænu slóðum. Starfs- 312 svið þeirra þessi fimm hundruð ár, áður en þeir glötuðu tungu sinni og trú, sé Grænland, Labra- dor, Hudsonsflóasvæðið og önnur íshafslönd Can- ada. Það sé saga íslendinga þar, sem sín bók eigi að segja og fjalla um. Höf. telur íslenzku nýlenduna Grænland verið hafa í nánum tengslum við móðurlandið og Noreg, eftir að erkibiskupsstóll var settur í Þrándheimi. Eftir að Islendingar gengu í konungssamband við Noreg eftir 1262 hafi sambandið haldist enn um sinn. Grænlendingar voru háðir innflutningi frá Evrópu á ýmsum nauðsynjavarningi, svo sem járni og e. t. v. kornvöru. Mun það þó hafa verið af skornum skamti, ef marka má Konungsskuggsjá, sem segir að meiri hluti Grænlendinga hafi aldrei brauð séð. Talið er að það rit sé frá 13. öld. Aftur á móti hafi þeir sótt við til húsagjörða og annara þarfa til hins skógauðuga Marklands, þess sé t. d. getið í íslenzkum annálum frá 1347, að Mark- landsfar hafi orðið sæhafa til Islands. Utflutningur Grænlands var einhver sá verð- mætasti á Evrópumarkaði þessa tíma. Rostungs- tennurnar voru mjög eftirsóttar, notaðar í hina dýrustu smíðisgripi, sannkallað fílabein þessara tíma. Húðir rostungsins voru það bezta sem fá- anlegt var í skipsreiða. Ólar úr þeim voru svo sterkar, að þær slitnuðu ekki af sextíu manna átaki, eftir því, sem Konungsskuggsjá segir. Frá Hellulandi eða núverandi Baffinslandi kom þó það sem dýrmætast var, en það voru hinir hvítu fálkar. Þeir þóttu konungsffersemi, enda oft not- aðir, sem vingjafir milli þjóðhöfðingja. Það sem þótti þó mest gersemi voru lifandi hvítabirnir. Þeir voru sjaldgæfastir, enda erfiðast að eignast þá. Islendingar gjörðu mikið að því að veiða þá og notuðu til þess gildrur, hlaðnar úr grjóti á sérstakan hátt. Telur höf. að víða megi sjá rústir þeirra á Grænlandi og austan til í hinum kana- disku Ishafslöndum. Höf. bendir á, að í öllum þessum veiðilöndum hafi verið mögulegt að afla verðmikillar útflutn- ingsvöru, miklu verðmeiri en með landbúnaði. Af landbnúaði einum saman var varla um aðra vöru að ræða, en vaðmál og kannski nokkuð af osti. Þetta hafi svo, þegar fram liðu stundir, orðið til þess að fólkið færðist meir og meir til veiðiland- anna í Norðursetu, en fækkaði að sama skapi í landbúnaðarhéruðunum. Að lokum fór svo, að þau fóru í eyði sem slík, en fólkið dreifðist um veiði- löndin. Norður-Grænland og Ishafsströnd Canada, ásamt ströndum Hudsonsflóa. Þetta fólk sé svo kynþáttur sá, sem gengur undir nafninu „Tunnit“, í munnmælasögum Eskimóa. I þeim sögum er þessu fólki lýst sem stórvöxnu fólki, sem búið hefði á Labrador og Baffinslandi o. v. Rústir gamalla grjóthúsa, sem nútíma Eskimóar segja að séu eft- ir þá, eru víðs vegar um allt þetta svæði. Má því segja að eftir þá séu bæði söguleg og sýnileg VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.