Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 33
merki. Nokkur dulúð hefur hvílt yfir þessari þjóð í ritum fræðimanna. Sumir álitið þá Eskimóa-kyn- þátt, aðrir Indíána og nú upp á síðkastið hafa sum- ir tengt þá við hina svokölluðu Dorset-menningu. Ekkert af þessu stenzt gagnrýni. Munnmælin greina skýrt á milli þessara kynþátta. Indíánar eru vel þekktir í munnmælum Eskimóa og lýs- ing þeirra á Tunnit getur ekki átt við þá. Dorset- fólkið telur höf. vera Skrælingja hinna íslenzku fornrita, þessi frumstæða dvergþjóð, sem Islend- ingar hittu í þessum löndum. Nútíma Eskimóar eru svo afkomendur þeirra og Tunnita, þ. e. Is- lendinga, sem hurfu frá landbúnaði og gjörðust veiðimenn. Þessi blöndun kom svo fram, sem hin svokallaða Thule-menning, undanfari núverandi Eskimóa-menningar. Á síðari árum hefur kynblöndunarkenningunni aukizt fylgi, sem eðlilegasta skýringin á land- auðnar ráðgátu Grænlands. Þó eru enn nokkrir, sem tönglast á öðrum ástæðum, er að framan greinir, þótt engar heimildir séu til fyrir neinni þeirra. Ráðning þeirrar gátu er aðeins sú, sem. að framan greinir, og hin svokallaða Thule-menn-f ing ber í sér auðkennileg merki íslenzkrar verk-1 menningar. Islendingar hafi því verið fyrstir, aðrir en frumbyggjarnir, til þess að byggja Can- ada og fyrstir til þess að bera þangað evrópska menningu. í 3. kap. bókarinnar tekur höf. til athugunar Grænlendingasögu og Eiríkssögu rauða og það, sem þeim ber á milli. Telur hann Grænlendinga- sögu frumlegri og fyrr ritaða, þótt báðar segi frá sama efni. Svo sem kunnugt er, eru þær einu heim- ildirnar, sem til eru um fund hins nýja heims og ferðir þangað. 4. kap. er um Vínland og ferðir þangað. Þar sem höf.telur Grænlendingasögueldriogbetriheim- ild, þá sé líklegt að sagan um ferð Leifs frá Noregi til Vínlands, sé byggð á ferð Bjarna Herjólfsson- ar. ósennilegt sé líka að Leifur hafi farið kristni- boðsferð til Grænlands, að tilhlutun Ólafs kon- ungs Tryggvasonar, því tækist honum að kristna íslendinga, þá kæmi hitt af sjálfu sér, þar sem sömu lög hefðu verið á Grænlandi. Ekki telur höf. auðvelt að gizka á, hve Islend- ingar hafi komist langt suðurmeð austurströnd Ameríku. Til þess þurfi eitthvað að finnast, sem skeri úr um það, en það geti látið bíða lengi eftir sér, því líklegt sé að búseta þeirra þar hafi ekki verið löng. öðru sé að gegna með hin norðlægari löndin. Þar séu menjar þeirra um allt. 5. kafli er svo um hin víðáttumiklu veiðilönd Grænlendinga og þau spor, sem þeir létu eftir sig þar. Eftir að Islendingar höfðu búið um sig í byggðum Grænlands, hófu þeir fljótt ferðir með- fram ströndum þessara landa. Meðfram Græn- landi að austanverðu hafa þeir einnig farið, því oft er auð læna með ströndinni, svo róa má eða VlKINGUR sigla milli lands og íss. Þar voru líka eftirsótt bjarndýraveiðisvæði, svo sem Krosseyjar, Finns- búðir, Berufjörður og fjörðurinn, sem kallaður var öllumlengri. Álitið er að hann sé það, sem nú er kallað Scoresbysund. Á vesturströndinni voru veiðisvæði, sem kennd voru við Greipar, nú Holsteinsborgarsvæðið, Karls- búðir við núverandi Discoflóa, Króksfjarðarheiði og norður um núverandi Melville-flóa og alla leið að Smithssundi, þar að auki héldu þeir svo vest- ur á bóginn til núverandi Ellismer, Devon og Baff- inseyja, auk svæðisins umhverfis Hudson-flóa. öll þessi veiðisvæði voru, sem áður segir, full af veiði- dýrum, bæði á sjó og landi. Þegar frá leið og langt var farið til fanga, tei- ur höf. að menn hafi hætt að fara heim á haustin, en haft vetursetu á veiðistöðunum. Fyrst framan af telur höf. að þessir Norðursetumenn hafi verið lausamenn, sem ekki höfðu fast heimili í byggð- unum, en síðar búfastir menn líka, sem flutt hafi út í veiðilöndin, eins og áður er að vikið. Talið er einnig að hin kaþólska kirkja hafi eign- ast allar bújarðir, eftir að hún varð allsráðandi í landinu og þrengt svo kosti bænda, að þeir hafi heldur kosið að gjörast veiðimenn í Norðursetu, þar sem þeir gátu lifað frjálsu lífi lausir við allar álögur. Til frekari sanninda má telja vörður og önnur mannvirki á þessum slóðum og jafnvel rúnasteina. Frægur er steinn sá, sem fannst á Kingikforsuak- eyju á 72° 58' N 56° 14' V hjá þremur vörðum. Rúnafróðir menn hafa lesið úr rúnunum á þessa leið: „Erlingur Sigvaldason og Bjarni Þórðarson og Enriði Oddsson á laugardag fyrir gangdag hlóðu vörður þessar“. Dagsetning þessi er talin vera 24. apríl 1333. Ljóst er því að þeir félagar hafa haft vetursetu á þessum slóðum. Á austur- strönd Ellesmerelands, norður á 79° 35' fann leið- angur George Nares tvær vörður, sem taldar eru eftir Islendinga. Þegar Sverdrup ætlaði að sigla norður úr Smithssundi en varð frá að hverfa, fann hann á Ellesmerelandi vörður, sem ekki eru taldar geta verið eftir Eskimóa. Sömuleiðis fundu þeir á þessum slóðum mannvirki til skjóls æðar- varpi. Það vita allir, að Eskimóar hlynna ekki að æðarfugli, heldur veiða hann, eins og önnur veiði- dýr. Þeir nota fuglshami til fata, en nota ekki dún af lifandi fugli. Allt ber þetta að sama brunni, þetta verður ekki skýrt á annan hátt en þann, að þarna hafi Is- lendingar verið að verki. Þótt ýmsir vilji enn klifa á kenningunni um Tunnit, þá geta þeir enga skýr- ingu gefið á þeirri þjóð, enda getur ekki verið um aðra að ræða en Islendinga, um það bera rúna- steinarnir ólygnast vitni, því að íslenzka er það mál, sem á þeim er. Framhald síðar. 313

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.