Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Page 36
Bátar og formenn í Vestmannaeyjum Ágúst Jónsson, Varmahlíð, er fæddur 5. ágúst 1891 að Fífil- holti í V.-Landeyjum. Foreldrar: Jón Brandssqn, bóndi að Fífil- holti og Steinunn Sigurðardóttir. Ágúst ólst upp með móður sinni í Fljótshlíð. Til Vestmannaeyja flutti Ágúst alfarið 1910 og var þar sjómaður á ýmsum bátum, svo sem „Elliða“ og fleirum. 1920 byrjar hann formennsku á m.b. „Siggu,“ sem hann átti sjálfur, síðar er Ágúst með „Haffrú“ og „Auði,“ sem hann lét smíða sjálf- ur ásamt fleiri mönnum og er með hann aðeins eina vertíð. Eft- ir það hætti Ágúst formennsku, en stundaði þá sjó eftir það um skeið. Ágúst var stjórnsamur for- maður.Á yngri árum lærði Ágúst trésmíði og stundar þá iðn. Sveinbjörn Einarsson, Þor- laugargerði, er fæddur að Þor- laugargerði í Vestmannaeyjum 12. júní 1890. Foreldrar: Einar Sveinsson og kona hans Guðríð- ur Helgadóttir. Sveinbjörn byrjaði ungur sjó- mennsku, fyrst á opnum skipum og síðar á vélbátum. 1911 kaupir Sveinbjörn m.b. „Frið“ með Hirti bróður sínum og er Svein- björn vélamaður á þeim bát til 1920 og síðar á fleiri bátum allt til 1926 að hann tekur „Hebron“ og er með hann þá einu vertíð og hætti þá formennsku. Sveinbjörn var dugnaðarsj ómaður og véla- maður, einnig var hann ágætur bjargveiðimaður og sigmaður eins og margir Eyjamenn voru á árum. Sveinbjörn lærði trésmíði á yngri árum og stundar þá iðn nú í dag. „Gissur hvíti" 18.60 tonn. Smíöaður í Reykjavík 1925. Alexander Gíslason, Landamót- um, er fæddur að Torfastöðum í Fljótshlíð 18. marz 1899. For- eldrar: Gísli Gunnarsson og Guðrún Halldórsdóttir. Alexand- er fluttist með foreldrum sínum að Langagerði í Hvolshreppi og ólst þar upp. Alexander fór fyrst til sjóróðra í Þorlákshöfn, en 1920 fór hann til Vestmannaeyja og er þá háseti hjá Þórði Stefáns- syni, fyrst á „Elliða“ og síðar á „Frið.“ Formennsku byrjar Alex- ander 1925 með „Elliða,“ en 1926 tók hann við „Gissuri hvíta,“ sem þá er nýr bátur og átti Alex- ander part í honum og hafði for- mennsku á honum í tvær vertíðir. Síðan tekur hann „Tvist“ og er með þann bát eina vertíð, en 1932 tekur hann við „Gissuri hvíta“ aftur og er með hann til 1946 eða Frh. á bls. 336 S16 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.