Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Page 39
APAVATNSFÚR 1238 1. Þrjú hundruð þreklegum þundum skíða safnar. Sturla sterki goðinn. Stanzlaust ná skyldi heimta fé, af Kol auðga fyrir frækinn Orm Dagstyggsbana. Gissur goðinn bað finna sig, gjöra að Apavatni. 2. Grunlaus Gissur mæta, gjörði að Apavatni. Sagði Kol sáttan vera Svínfellinginn við Orm. Sturla því lengra ei þyrfti. Það Sturla ei lét sér skiljast. Hélt Gissur sig svíkja. Svo hann lét tvo menn gæta hans. 3. Gissurar fylgdarlið frítt f jörutíu var manna. Sturla því strax hauð leggja stinn sín vopnin niður. Gissur bað þá svo gera. Greindur háska svo forðast. „Hvers vegna hefir þú Sturla, handtaka mig látið?“ 4. Efast ei Gissur um það, að ég vil mér ætla mun meiri hlut en öðrum mönnum hér á landi. En einn þig gjöri ég ugga, | ef ei fer vel með okkur.“ Svo hljóðar svarið Sturlu, sem hann Gissuri veitti. < 5. Síðan var bók fram borin. Bað Sturla Gissur sverja utanferð, við sig einnig einlægan trúnað lialda. „Hvort á ég horskur halur, heldur gjöra, að sverja íslenzka eiðinn eða álmatýr þann norræna?“ VÍKINGUR 6. „Þú skalt þessu ráða, þrekinn gengdi Sturla.“ „Þá vil ég þann norræna, þér vinna.“ Gissur sagði: „að aldrei skuli ég ódrukkinn, öfugt orð til þín mæla. Einnig utan að fara.“ -q Allt þetta sór Gissur. 7. Hjalti biskupsson blendinn brátt á fundi við tekur goðorðum Gissurar. Gjörist nú Sturlumaður. Hjálp Sturlu hann lofar, við hvern, sem væri að skipta. Gissur geymdi á meðan 12. gildur Böðvar Þórðarson. 8. Kolur var síðan sóttur. Sá varð þegar að greiða,' hundrað hundruð í jörðum horskum Ormi til eignar. Varðveizluhandsöl veitti víst Sturla á f jármunum. Kols auðga kappinn gildi. Krafðist þrjátíu hundraðs. 9. Ormur hét Gissur geyma. Gæta hans vel skyldi til utanfarar, er Gissur átti síðar að fara. Sturla síðan stefndi stæltur flokknum í Skálholt. q Kirkjuskoti í æstan Einar Þorvaldsson hitti. 10. Með frændum sínum fer Einar frækinn á Kjöl norður. Kolbein unga kappann knáan brátt þeir hitta. Þeir frændur þar ákváðu, þróttmiklu liði að safna. Með sterku og stæltu liði stáls til láta sverfa. Hjalti, sem hafði unnið heiti trúnaðar Sturlu, gekk með í greint samsæri gildur Sturlu í móti. Síðan átti sameinast sína með þá flokka á Beitivöllum bráðólmir, bana Sturlu að veita. Gissur glaði gildur garpana með átján austur ríður þá í Skál, efldan Gissur að frelsa. Gjörðu síðan garpar, garð við hestana binda. Heim svo halir gengu, höld Gissur að finna. Ögmundur Helgason hafði og hjartaprúður Brandur, ráðlagt Ormi ríkum, röskum Gissuri sleppa. Gissur því greitt vestur gjörði með þeim ríða til flokka sinna seggur, sem voru á Beitivöilum. Síðan sendu þeir Hjalta son biskups upp á þingið. Vestanmenn voru þar flettir vopnum klæðum og hrossum. Sturla safnaði saman sínum Vestlendingmn. Grið voru í Dölum samt sett síðan til miðsumars. Einar Bogason frá Hringsdal Arnarfirði. 319

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.