Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 50
/ fremri röS: SigurSur Gröndal og Tryggvi Þorfinnsson. Í aftari röS eru stundakennarar. öðluðust gildi, voru haldin nokk- ur námskeið fyrir matsveina ’á fiskiskipum, og rekið mötuneyti fyrir nemendur skólanna í Sjó- mannaskólahúsinu. Eins og get- ið er, hér að framan, gera lög skólans ráð fyrir að rekið sé mötuneyti og matsala í sambandi við skólann. Var slíkt mötuneyti og matsala starfrækt af skólan- um, en brátt var hætt við þann rekstur. Ástæðan fyrir því að þessari starfsemi var hætt, mun í fyrsta lagi vera, að ekki náðist samkomulag milli skólans og skólafélaga tveggja skóla er að- setur hafa í húsakynnum Sjó- mannaskólans. En í öðru lagi hefur það ætíð verið skoðun skóla- nefndar og skólastjóra, að starf- ræksla skólans og starfræksla mötuneytis sé raunverulega starf- semi tveggja ólíkra fyrirtækja og ekki á allan hátt heppilegt að reka saman, eins og húsakynnum Matsveina- og veitingaþjónaskól- ans er háttað. Ekki hefur verið gert ráð fyrir neinum kennslu- stofum fyrir skólann, og því orð- ið að nota skólasalinn sem kennslustofu bæði í bóklegum og verklegum greinum. Samkv. 6. gr. laganna er svo fyrir mælt, að ráðherra skipi skólastjóra og aðra kennara, og skuli skólastjóri vera jafnframt bryti skólans. Einnig segir í þess- ari sömu lagagr., að ráðherra skuli skipa 3ja manna skólanefnd, og 1949 í árslok, skipaði ráðherra fyrstu skólanefnd skólans, og var Sigurður Gröndal skipaður for- maður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Tryggvi Þor- finpsson og Valdimar Gíslason. Með lögum nr. 83/1952, sem var breyting á lögum nr. 82/1947, sem áður er oft vitnað til, var gerð sú breyting, að skólanefnd- armönnum er fjölgað í 5, og skip- aði ráðherra þá Pétur Daníels- son hótelstjóra og Böðvar Stein- þórsson í skólanefnd, ásamt þeim mönnum er áður er getið. Skip- unartímabil skólanefndar er 4 ár hverju sinni. Alls hafa 11 menn setið í skóla- nefnd frá upphafi, þeirra lengst Böðvar Steinþórsson í 13 ár og Pétur Daníelsson í 9 ár. For- menn skólanefndar hafa auk Sigurðar Gröndals verið þeir Tryggvi Þorfinnsson, Lúðvík Hjálmtýsson, Böðvar Steinþórs- son og núverandi formaður Hall- dór Gröndal. 1 ágúst 1955 skipaði ráðherra Tryggva Þorfinnsson skólastjóra skólans, og Sigurð Gröndal sem yfirkennara. Skólinn var vígður' af þáverandi ráðherra skólans Bjarna Benediktssyni 1. nóv. 1955, og tók skólinn þá formlega til starfa, og er því nú 10 ára afmæli. Fyrst starfaði skólinn í tveim- ur deildum, það er fyrir mat- reiðslumenn og framreiðslumenn. Þriðja deild skólans starfaði lítið fyrstu árin, en það var deild fyr- ir matsveina á fiskiskipum. í ljós kom, að nemendurnir úr þeirri deild sem útskrifuðust, öðluðust ekki réttindi til starfa sem mat- sveinar á skipum við að útskrif- ast úr deildinni. Var síðan að því unnið, að fá slík ákvæði sett í lög, og með lögum nr. 50/1961, um bryta og matreiðslumenn á skipum, fékkst slík viðurkenning af hendi löggjafans. Varð þá brátt mjög mikil þátttaka í þess- ari deild skólans. Þegar litið er yfir sögu Mat- sveina- og veitingaþjónaskólans í áratug, verður ekki annað séð, VlKINGUR 330 PrófborS frá fyrsta prófi skólans. BöSvar Steinþórsson, þáverandi formaSur prófnefndar, heldur rœSu. Á myndinni sjást ennfremur Pétur Daníelsson, Páll Pálmason, ráSuneytisstjóri og Óskar Hall- grimsson, formaSur ISnráSsins.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.