Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 57
Jtá 22. þingi 'Jamanna- oq ^iókimannaJamkaH^ ýólanfó Góðir gestir! kæru félagar! Ég býð yður alla hjartanlega velkomna til þessarar fundarsetningar, en í dag hefst 22. þing Farmanna- og fiskimannasambands Islands. Þrátt fyrir síaukna tækni, stærri og sterkari skip, verður þjóðin á ári hverju að sjá álitlegan hóp sona sinna úr sjómannastétt, hverfa í hafið við skyldustörf sín. Síðan síðasta farmannaþing var haldið hafa 39 sjó- menn farizt. Héðan er aðstandendum þessara mætu manna sendar hlýjar samúðarkveðjur. Ég bið yður, kæru áheyrendur, að sýna hinum látnu virðingu vora með því að rísa úr sætum. — Blessuð sé þeirra minning. — Virðulegi sjávarútvegsmálaráðherra! Það er okkur mikið gleðiefni, að þér skulið heiðra samtök okkar með nærveru yðar við þessa athöfn. Einnig erum við þakklátir fulltrúum Bandalags opin- berra starfsmanna og Sjómannasambands íslands fyrir þann heiður er þeir sýna með þvi að vera gestir okkar hér um stund. — Það leikur ekki á tveim tungum, að launþegum þessa lands, hvort heldur við störf á sjó eða landi, er nauðsyn á nánum kynnum. Einungis þannig er hægt að ryðja úr vegi alls konar misskilningi og hindur- vitni, sem enn, því miður, er nokkuð almennur stétta í milli hér á landi. — Þjóðfélag okkar er á yfirborðinu slétt og fagurt og veitir þegnum sínum flestum ríkulega. — En það er samt einhver þrotlaus kvíði við hina séfelldu verð- þenslu — verðbólguna miklu — sem heltekur íslenzkt efnahagslíf í dag. Kapphlaup milli verðlags og kaupgjalds verður að stöðva. — Kaupmátt launa að auka og það þannig að vinnutímastyttingin, sem nýlega var gerð, verði raun- veruleiki og menn hafi í sig og á fyrir venjulegan dagvinnutíma. Festa verður miklu meiri að ríkja í stjórnmálum okkar, og hin handahófskennda skatta- álagning verður að taka aðra stefnu. Samstarf stjómarvalda og launþega þarf að vera miklu nánara en nú er. — Launþegasamtökin þurfa að finna sig sjálf og vinna saman að þessu marki. — Innbyrðis stéttastríð og sífelldar deilur um launahlutföll og viðbjóðslegan meting um það hver sé þjóðfélaginu nauðsynlegastur, verður að hverfa. Samtök atvinnurekenda verða að sýna meiri festu í launamálunum og veita eðlilegar og jafnar kauphækk- anir til allra stétta, er þau semja við. — Það er ekki til farsældar og hefnir sín fyrr eða seinna, ef almennar kauphækkanir koma ekki jafnt yfir. Atvinnurekendur verða að hætta leik sínum að semja við suma um 4% kauphækkun, þegar þeir á sama tíma VÍKINGUR semja við aðra starfshópa um 15%, 22% eða 30% kaup- hækkun. — Sjórinn er enn lífæð okkar íslendinga, þangað sækjum við björg okkar. Fiskimenn hér eru þó ekki nema rúm 6% af fólkinu í landinu. Veiðarnar eru djarft sóttar og hver bogi spenntur til hins ýtrasta — bresti strengi boganna eða slakni á, riðar spilaborgin okkar mikla til falls. Aflinn umhverfis landið hefur tekið miklum stakka- skiptum og veldur áhyggjum. Stór hluti landsmanna okkar á við mikla erfiðleika að etja vegna fiskleysis við ströndina og breyttrar síldar- göngu. Minnir þetta all óþyrmilega á neyðarástandið hér fyrr og atvinnuleysið fyrir síðustu styrjöld. — Já, það er oft skammt skúra á milli. — Togaraútgerðin, sem ekki alls fyrir löngu var aðaldriffjöður efnahagslífs okkar er nú í dróma og sú útgerðin, sem erfiðast gengur að reka. Nýju togaramir, sem ég kalla, af því að svo stutt er síðan maður dáðist af þessum glæsilegu skipum, er þau héldu til lands á nýsköpunarárunum, eru orðnir úrelt tæki. Fiskmagnið í sjónum hefur minnkað það mikið, að nýsköpunartogararnir eru of dýrir til að elta það. Rætt er um að leggja niður togaraútgerð hér á landi. Varlega tel ég þó að fara út í það, því að þótt bátæ útgerð gangi þessa stundina vel, getur það breytzt með engum fyrirvara, enda er eftirtektarvert, að aðaluppi- staðan í velferð bátaflotans er duttlungafiskurinn síldin. Eðlilegt þætti mér, að ríkisvaldið styddi að hægfara endurnýjun togaraflotans, þar sem nýtízkulegir skut- togarar með fyllstu tækni yrðu keyptir til landsins. — Ef togaraútgerð leggst nú með öllu niður, miss- um við kunnáttumenn frá þessum veiðum, og verður þá síðar allt erfiðara að kippa i liðinn, ef tímar breyt- ast þannig, að togarar verði nauðsyn. Til að bæta nokkuð úr fyrir togaraútgerð er rætt um að opna landhelgina fyrir þá. Varlega skulum við fara í það og full snemmt. Stutt er síðan við fengum yfirráð yfir 12 mílunum og kennir enn öfundar út- lendra yfir þessum ávinningi okkar. Sú stund kemur, að togurum verður leyft undir vís- indalegu eftirliti að veiða innan fiskveiðitakmarkanna, því að sjálfsögðu verðum vð að nytja fiskimiðin á sem beztan og eðlilegastan hátt. Góðir áheyrendur! Á 22. þingi Farmanna- og fiski- mannasambands íslands munum við ræða ýmis mál, svo sem skipulagsmál samtakanna, — hagsmuna- og öryggismál sjómanna og marka stefnuna, sem siglt verður eftir næsta kjörtímabil. Ég vona að fulltrúar taki einarðlega en þó drengi- lega á málum og að okkur megi auðnast að leysa vandamál okkar í bróðerni. Með þessum orðum lýsi ég 22. þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands sett. ö. St. 337
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.