Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 63
kl. IO.00 og nú sáum við að klukkan var 9.oo. Við báðum flugmennina tvo að bíða okkar. Við kæmum aftur eft- ir hálfa klukkustund. Á leiðinni niður að bryggju, sem við sáum hilla undir í myrkrinu, brutum við heilann um, hversu við áttum að haga okkur til hjálpar Bretunum. Ómögulegt var að komast fram- hjá varðmönnunum, nema að sýna þeim sjóferðabókina. — Nú veit ég, sagði félagi minn. Við förum um borð, fáum lánaðar sjóferðabækur, smygl- um fötum í land og göngum rösk- lega framhjá Fritz, eða hvað þá vaktmaðurinn heitir. — Góð hugmynd, sagði ég en fjandinn veit hvort það tekst. En við skulum reyna. Þegar við komum um borð, fór- um við í frakka, fengum lánaðar sjóferðabækur hjá tveim hásetum og fórum aftur í land. Varðmaðurinn brosti, því að- eins voru nokkrar mínútur liðn- ar frá því við komum úr landi. Við ski'öngluðumst upp í húsa- garðinn, og andvörpuðu þá Eng- lendingarnir af feginleik, er þeir sáu okkur. Við útskýrðum áform okkar og létum þá klæðast frökkunum og ítrekuðum, að klukkan tíu færu fram varðmannaskipti. Við dvöldum inni í húsagarð- inum í felum og heyrðum þýzka liermenn ganga taktföstum skref- um framhjá á leið sinni til eða frá bjórstofunni. — Til fjandans með Þjóðverj- ana, tautuðu Englendingarnir. Um hálf ellefu lögðum við af stað. Þegar við nálgumst skipið, setti óttastreng að flugmönnun- um, en við sýndum varðmannin- um sjóferðabækurnar og gengum um borð. Báðir flugmennirnir sýndu svo varðmanninum sínar sjóferðabækur, í myrkrinu gat hann ekki lesið í þeim, opnaði þær bara til málamynda og hleypti mönnunum um borð. Við héldum að varðmaðurinn myndi heyra stunur Englending- VÍKINGUR inganna, er þeir fengu að fara um borð. Þegar við komum inn í borð- salinn, virtum við fyrir okkur þessa nýfundnu vini. Þeir voru horaðir, skeggjaðir og í lörfum. Þeir skýrðu frá, að flugvél þeirra hefði verið skotin niður yfir Kiel og síðan hefðu þeir set- ið í fangelsi í lþá ár. Þeim tókst að sleppa út og komast alla leið til Stettin. Schaferhundurinn þefar í allar áttir. Og nú voru þeir innilega glað- ir yfir því að fá góðan mat og vera meðal manna, sem vildu hjálpa þeim. Mikið var nú íhugað, hvar við áttum að fela flugmennina, og komumst að þeirri niðurstöðu, að bezti staðurinn væri keðjukjall- arinn. Við áttum að sigla næsta morgun, og seint um kvöldið fór- um við með flugmennina fram í og vöfðum um þá presseringu. Síðan köstuðum við druslu og smurolíu yfir dyngjuna og buð- um góða nótt. Daginn eftir komu að venju nokkrir Gestapostrákar til að leita í skipinu að hugsanlegum leynifarþegum. 1 hópnum voru 10 menn og auk þess stór scháfer- hundur, sem þefaði um allt. Leitarmennirnir voru ekki van- ir að slá slöku við í leit sinni. Þeir hófu leit í íbúð skipstjóra og rannsökuðu allt. Við höfðum tekið koksfarm, og stungu leitarmennirnir löngum sílum niður í koksfarminn, og stóð hundurinn hjá og þefaði. Eftir því sem leitin þokaðist fram eftir skipinu, varð kvíði okkar meiri. Enginn vafi yrði á því, að hundurinn kæmist að hinu sanna, ef hann færi niður í keðjukjallarann. Við, sem sekir vorum, yrðum neyddir til að játa og eftir það fengjum við ásamt flugmönnunum að dúsa í fang- elsi með þunna kartöflusúpu sem viðurværi, — en það var fæðan, sem flugmennirnir höfðu fengið í fangabúðunum. En hvað var þetta? Það var engu líkara en æðri máttarvöld höfðu gripið í taumana, þegar leitarmennirnir komu að 1 lest- inni — síðustu lestinni til leitar. Eftir hátt skipunarhróp kom hundurinn nær, þefaði og snérist síðan á hæl, en í því heyrðist skruðningur mikill og ámátlegt ýlfur hundsins. Síðan algjör þögn. En nú komst hreyfing á Þjóð- verjana. Tveir þeirra hoppuðu niður í lestina, því að nú var ljóst, að hundurinn hafði orðið undir kokshrúgu og grafist lif- andi. Stukku hinir Þjóðverjarnir niður líka og hófst leit að hund- inum. Um síðir fundu þeir hann — en of seint. Dýrið var dautt. í þetta sinn varð ég í fyrsta sinn ánægður yfir dauða saklausrar skepnu. Þjóðverjarnir héldu ráðstefnu á þilfarinu, kolsvartir af kola- ryki og illir yfir slysinu. Fyrst héldum við þá ætla að sækja ann- an hund, en sem betur fór, hættu þeir við það. Nokkrir Gestapo- mannanna drógust í land með dauðan hundinn, en hinir héldu leitinni áfram. Svo virtist sem þeir misstu áhugann og vildu helzt komast í land til að þvo sér. Tveir Þjóðverjanna klöngruð- ust samt ofan í keðjukjallarann, og við héldum niðri í okkur and- 343
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.