Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 69
ast lengi í skipunum. Kom auk-
inn ganghraði sér því vel.
McKay var nýlega orðinn 34
ára er hann stofnsetti eigið
skipasmíðafyrirtæki í East Bost-
on. Um þetta fyrirtæki mynduð-
ust ýmsar sögusagnir.
Hinn kunni Bostonreiðari Enok
Train kom undir hann fótunum
og studdi fjárhagslega. Hann
fékk Kay til að smíða fyrir sig
skip, „Joshua Bates“ og varð það
fyrsta skipið, sem myndaði hina
frægu Liverpoollínu. Á árunum
1845—1850 smíðaði McKay
fimm skip fyrir Liverpool—Bost-
on línuna. Tíguleg skip, sem voru
nægilega sterk til að þola hina
miklu storma Norður-Atlants-
hafsins, en þó þannig, að hraði
þeirra var í meðallagi.
Starf hins harðgerða timbur-
manns blés hinu mikla skáldi
Henry Wadsworth Longfellow
kvæði í brjóst, sem hét The
building of the ship og var það
ort til heiðurs skipi, sem hét New
World, stærsta seglskip, sem
fram að þeim tíma hafði verið
smíðað í skipasmíðastöð Mc-
Kays.
Það er staðreynd að meistara-
hendur smíðuðu „New World.“
Um aldamótin síðustu, þá 50 ára
gömul, var New World enn í
vöruflutningum um heimshöfin.
Stærsta og glæsilegasta skipið,
sem McKay smíðaði og ef til vill
einnig hið ógæfusamasta, var
.,Great Republic.“ Þetta var risa-
seglskip, 4555 tonn og 100 m
langt, Queen Mary er 200 metr-
um lengra.
„Republic" hafði fjögur möst-
ur, hvert um sig einn meter að
gildleika. Bara það eitt að ná í
þessi tré, sem voru 60 metra há,
var ærið erfitt verkefni. Segla-
stærðin var geysileg — hefur
verið reiknað út að seglin myndu
þekja 800 metra langa akbraut
með 4 akreinum. Skipið kostaði
300000 dali og þetta fé varð Mc-
Kay að útvega sjálfur. Enginn
þorði að styðja hann fjárhags-
lega í slíku ógnar fyrirtæki.
„Great Republic“ var dregið til
New York, þar sem skipið tók
fyrsta farm sinn, sem var hveiti.
En um nóttina 26. des. kom upp
eldur í Front Street skammt frá
landfestum skipsins. Neisti fauk
í seglabúnaðinn og kveikti í skip-
inu og brann skipið niður að
vatnslínu. Hér var McKay fyrir
miklu fjárhagslegu tjóni. En
skipið var endursmíðað og fékk
þá lægri möstur. Komst skipið
upp í 413 sjómílna hraða á 24
tímum. Ef skipið hefði haldið
fyrra útbúnaði sínum er ekki
gott að vita nema „Great Repu-
blic“ hefði orðið ódauðlegt segl-
skip.
Kapphlaupið á haíinu.
Hvað gerði McKay að jafn-
miklum snilldarsmið og hann
var? Hann vissi auðvitað allt um
hæfileika trésins sem efnivið.
Hann var einnig útsjónarsamur,
en þó enginn uppfinningamaður.
Það sem hann skóp í tré og segl-
dúk varð lifandi táknmynd sam-
tíðar hans.
í kapphlaupinu um hafið mynd-
uðust helgisagnakenndar sögur
af skipum McKay. Þekktast skipa
hans er Flying Cloud, 1782 tonn
að stærð. Þetta skip sigldi frá
New York suður fyrir Kap Horn
til Golden Gate á 89 dögum og 8
klukkustundum. Þetta met stend-
ur enn í dag og mun sennilega
standa um langa framtíð.
„Sovereign of the Sea“ var
2421 tonn. Á heimleiðinni frá
Honolulu var hún fyrsta farar-
tækið, sem nokkru sinni hafði
farið 400 sjómílna leið á einum
sólarhring.
Á aðeins 9 mánaða tímabili var
skipið búið að sigla inn bygging-
arkostnað sinn, og hafði gefið
McKay 135000 dollara í netto-
tekjur. Þetta voru miklir pening-
ar á þeim tíma.
Á Boston—Liverpool-línunni
sigldi skip McKays, .,James
Baines,“ skipið sigldi leiðina á 12
sólarhringum og 12 tímum, mið-
að við vitann utan við Boston og
Rock Light við Liverpool. Þetta
var einnig met, sem aldrei var
slegið af seglskipi.
Glanstímabil klipperskipanna
leið undir lok um 1850, fyrir að-
eins 115 árum. Eftir það þróuð-
ust eimskipin ört. 1 lok 1857 kom
hvert peningahrunið af öðru í
kauphöll New Yorkborgar. Mc-
Kay andaðist árið 1880. Klipper-
skipin voru þá þegar horfin af
höfunum. Örfá voru að vísu í
siglingum, en næsta lítilsvirði
sem flutningaskip. Tímabil var
liðið í aldanna skaut. Nýir tímar
krefjast nýrra samgöngutækja,
og til þeirra gátu seglskipin tæp-
ast talizt lengur.
En timburmaðurinn frá Nova
Scotia skóp sér merkilegan minn-
isvarða í þróunarsögu sigling-
anna.
-K -x -X
„Great Republic,“ stcersta KlipperskipiS, sem nokkru sinni var smíðaS. ÞaS var 4555
tonn og smíSaS i Boston áriS 1853.
VÍKINGUR
349