Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 20
I verum „Hér koma skipstjórarn- ir á sunnudagsmorgn- um og þá er oft fjör hérna“, segja vertarnir á kaffihúsinu á hafnar- bakkanum. eru ekkert á því aö gefast upp í Ólafsvík. Ég labba upp bryggjuna og ákveð að fá mér kaffi við höfn- ina. Hér er kaffihús á hafnar- bakkanum, þar sem sjómenn koma saman og ræða málin. Þeir sem reka staðinn, Sigurð- ur Arnfjörð og Þórir Ríkharðs- son, reka einnig,, Sjóbúðir", sem er gistiheimili staðarins. „Hér koma skipstjórarnir á sunnudagsmorgnum,“ segja þeir, „og þá er oft fjör hérna. Það er árstíðabundið hvenær við opnum á morgnana, það fer eftir þörfinni. Þegar brælir eru efnahagsmálin leyst hérna. Þá er oft mikill hávaði og barið í borðin. Það er ekki laust við að okkur hafi dottið í hug að fá sterkari borð. Stundum lendum við í því að vera kallaðir sem vitni, þegar hart er deilt. Við höfum rekiö þetta í rúmt ár og störfum eftir þörfinni hverju sinni. Á sumrin eru margar að- komutrillur hérna og við sjáum þeim fyrir mat á sjóinn.“ Upp um veggi hjá þeim fé- lögum hanga myndir af bátum. Það eru gjafir frá þakklátum viðskiptavinum, hver gefur mynd af sínum bát. Þetta er táknrænt fyrir lífið hér í Ólafs- vík, sem allt snýst um skip og sjó, eins og skáidið sagði. Skip og sjó, sem þessi þjóð lifir á. Helga Elísdóttir, Gilsbakka á Hellissandi hef ur prjónað á annað þúsund peysur á sjómennina á Snæfellsnesi. Þeir tala um að þær séu svo fisknar að réttast sé að fá hana til að prjóna trollið. 20 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.