Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Page 8
VÍKINGUR
En er þá ágreiningur innan nefndar-
innar eða hefur dregið úr samstarfs-
vilja meðal nefndarmanna?
„Það hefur verið ágreiningur í
ýmsum málum.“
Er hann meiri nú en áður?
„Ég hef ekki orðið var við það.“
Er það ekki rétt að úrskurðirnir í
þessum málum sem ég nefndi hafi
orðið til þess að samstarfsvilji minnk-
aði?
„Ég veit ekki við hvað þú átt. Það er
búið að fjalla um nokkur mál og úr-
skurðirnir hafa stundum verið sam-
hljóða, stundum hefur formaður verið
sammála útgerðarmönnum og stund-
um sjómönnum. Það hefur verið uppi
ágreiningur; ef nefndin er ekki sam-
mála þá er ágreiningur. 1 öðrum
þessara úrskurða voru sjómenn í
minnihluta og í hinum voru útgerðar-
menn í minnihluta. Eins og þú orðar
spurninguna þá má ætla að dregið hafi
úr samstarfsvilja útvegsmanna í öðru
tilfellinu og sjómanna í hinu. En ég
hef ekki orðið var við það. Ég get
skilið að menn séu ekki ánægðir þegar
þeir lenda í minnihluta," sagði Svavar
Ármannsson, formaður samstarfs-
nefndarinnar.
Útgerðarfélag Akureyringa hefur á síðasta áratug
keypt skip og varanlegar aflaheimildir fyrir rúmar:
Tvö þúsund milljónir
þá er ótalin leiga á kvóta
Frá árinu 1983 hefur Útgerðar-
félag Akureyringa keypt skip og
varanlegar aflaheimildir fyrir rúma
tvo milljarða króna. Á sama tíma
hefur ÚA greitt fjögur til fimm
hundruð milljónir króna vegna leigu
á kvóta. Samtals hefur félagið því
greitt um 2.500 milljónir fyrir skip
og aflaheimildir þau tíu ár sem liðin
eru frá því kvótakerfið kom til, eða
frá árinu 1983. Það skal tekið fram
að kaupin á Svalbaki EA 2 eru ekki
með í þessum tölum, ef kaupverðinu
á honum er bætt við fer upphæðin
yfir þrjá milljarða króna.
Af þessu má sjá að árlega hefur
ÚA greitt um 200 milljónir króna á
ári til kaupa á skipum og varanlegum
aflaheimildum og milli 40 og 50
milljónir fyrir leigukvóta á ári.
Björgólfur Jóhannsson, fjármála-
stjóri ÚA, segir að framleiðsla fyrir-
tækisins hafi aukist á síðustu árum
og sem dæmi má nefna að aldrei
hefur verið unnið meira af afurðum
hjáÚAen 1993.
Á þessum tíu árum hefur ÚA keypt
eftirtalin skip:
Bjarna Herjólfsson ÁR sem nú er
Hrímbakur, Dagstjörnuna KE sem
varð Sólbakur sem nú hefur verið
seldur úr landi til niðurrifs, Baldur
KE sem var endurseldur og Aðalvík
KE sem er Sólbakur. Þá var Árbakur
keyptur frá Grænlandi og kvóti
keyptur í Vestmannaeyjum. Síðar
bættist Svalbakur við.
ÚA gerir út sjö togara og á einn að
auki, gamla Svalbak, en hann hefur
ekki heimild til að fiska í íslenskri
lögsögu.
„Við mælum með Mörenót“
JtlrilM,* # NETANAUST <$> 'kmJJJU
Skútuvogi 13,104 Reykjavík, sími 91-689030, Jón Eggertsson símar 985-23885 - 92-12775