Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 13
VÍKINGUR Kristján Loftsson á barnum Steinar fór í fleiri hrefnuleiðangra til Islands og aflaði vel. Hann segist hafa skotið hval uppi í landsteinum þegar svo bauð við að horfa og komist upp með allt. Seinustu ferðina fór hann sumarið 1984. Eftir það tók hann að sér kennslu í sjómennsku í Afríku tvö ár. En þegar hér var komið sögu var ekki lengur heimilt að veiða hval og baráttan við Grænfriðunga - og einnig norsk stjórnvöld - hafin. Steinar segir frá fundi í Alþjóða- hvalveiðiráðinu í San Diego í Banda- ríkjunum árið 1988. Þar er Kristján Loftsson einnig meðal fullrúa, kurteisari en aðrir hvalfangarar, drekkur viskí á barnum á kostnað Grænfriðunga og ræðir við leiðtoga þeirra, David McTaggart, um einhvers konar málamiðlun í hvalveiðideil- unni. Viðræðunum lýkur á því að Kristján segir, kurteis sem fyrr: „Nei, við treystum ekki glæpamönnum.“ Steinar er hrifinn af tiltektum Is- lendingsins og hann fréttir síðar að Grænfriðungurinn hafi gengið niður- brotinn maður út af barnum. Bjargvætturinn Magnús Magnús Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður fær einnig góða dóma hjá Steinari. Hann segir að Magnúsi hafi með myndum sínum tekist að afhjúpa delluna í hvalavinum og að „kvikmyndamaðurinn frá Sögu- eyjunni“ eigi einna stærstan þátt í að Norðmenn hófu hvalveiðar að nýju. Og þar kom á síðasta ári að norsk stjórnvöld féllust á að heimila veiðar á hrefnu. Sigurinn var í höfn. Steinar er þó ekki sestur á lriðarstól. Hann á enn marga mótstöðumenn. Einum þeirra mætti hann nú á Þorláksmessu í Ala- sundi. Steinar var þar að árita bók sína þegar norskur hvalavinur veittist að honum með höggum og spörkum. Tvö rif brotnuðu í síðu „Norðlands- kjaftsins“ en hvalavinurinn lá óvígur eftir. Steinar er ekki vanur að draga af sér þegar hann réttir frá sér hramminn. Bastesen heitir þessi bátur, eða sami nafni og söguhetjan, Steinar Bastesen. Steinar telur Magnús eiga stóran þátt í að Norðmenn hófu hvalveiðar á ný. SKOÐUN OG VIÐGERÐIR GÚMMÍBÁTA. EINNIG SKOÐUN OG VIÐGERÐ BJARGBÚNINGA. Gúmmíbátaþjónustan Eyjaslóð 9 • Örfyrisey • sími 91-14010 • fax 91-624010. 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.