Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 14
VÍKINGUR y Loðnuspjall: Ahugavert að skoða hvað verðið fer mikið niður - segir Viðar Karlsson á Víkingi, sem óttast verðfall á frystri loðnu Olafur Arnfjörð Guðmundsson Loðnuvertíðin stóð sem hæst, marg- ir bátanna höfðu verið að fá ágætan afla. Það er þriðjudagurinn 7. mars og síminn notaður til að heyra í þremur skipstjórum. Það var margt að spjalla um, t.d. að loðnuflotinn mun ekki ná því að veiða þann kvóta, sem úthlutað er í ár. Upp hefur komið sú spurning hvort afnema eigi kvóta á loðnu á þessu ári með það að markmiði að ná meira magni á land. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU II: Þá þurfa menn ekki að kaupa kvóta „Við erum staddir undir Malarrifi á Snæfellsnesi, hér er bræla, vindur austanstæður og ekki hægt að athafna sig. Við erum búnir að fá rúmlega 20.000 tonn á vertíðinni.“ Hvernig líst þér á að menn nái kvót- anum? „Það er útilokað.“ Hvernig líst þér á að gefa veiðarnar frjálsar eins og ástatt er? „Mér líst vel á það, það eru mörg skip sem hafa sinnt veiðum á sumrin og eru langt komin með kvótann sinn, Hólmaborgin hefur verib meöal aflahæstu skipa á síbustu árum. aðrir sem hafa ekki byrjað fyrr en núna eftir áramótin jafnvel eiga nógan kvóta. Með því að gefa þetta frjálst þurfa menn ekki að kaupa kvóta, sem annars mundi detta niður dauður. Miðað við hvernig gengið hefur í vetur og allir vita hvernig veðráttan hefur verið er ekki spurning um að gefa þetta frjálst.“ Lárus Grímsson, skip- stjóri á Júpíter ÞH 61: Er ekki viss um að Geiri frændi á Guggunni yrði hrifinn „Við erum að nálgast Stafnes á suð- urleið með fullan bátinn af hrogna- loðnu, við fengum þetta átta mílur suður af Jökli. A þessu svæði er bræla núna en hann hægði í um sex tíma í nótt og þá náðum við þessum 1.300 tonnum eða fullum bát.“ Hvernig líst þér á að hleypa frjálst á loðnuveiðarnar?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.