Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 20
VÍKINGUR en í vel flestum fyrirtækjum séu menn að sjá fram á bjartari tíma.“ Friðrik M. Guðmunds- son, framkvæmdarstjóri Tanga h.f., Vopnafirði. Ekki á því að menn séu harðari og erfiðari en áður „Ég er nú ekki viss um að ég geti tekið undir að ný kynslóð stjórnenda hafi sýnt starfsfólki sínu meiri hörku en áður var. Það er rétt að í sjávarút- veginn hafa komið inn yngri menn og Mótorvindingar og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði Raflagnawonusta í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum Vanir menn vönduð vinna, áratuga reynsla. Vatnagörðum 10 • Reykjavík S 568-5854 / 568-5855 • Fax: 568-9974 5< ÁJ 'A ÞJÓNUSTA 1 í ÞÍNAÞÁGU 1945-1995 á margan hátt eru þeir í meiri takt við þjóðfélagið en áður var ég vil þó meina að aldursdreifing í þessu sem öðru er holl og góð fyrir alla. Ég er ekki á því að menn séu nú eitthvað harðari og erfiðari en áður var gagn- vart verkalýðshreyfingunni, það er einstaklingsbundið hvernig menn haga sér í þeim efnum.“ Þurfa stjórnendur meira nú en áður að sinna kvótakaupum og erfiðari rekstri en áður var? „Það er enginn vafi að þetta er allt saman miklu öðru vísi en áður var, þetta eru krefjandi störf t.d. hjá okkur þá er það þannig að þorskkvóti hefur skerst um 63% á s.l. fimm árum. Stjórnendur eru engir galdramenn, umhverfið er gjörbreytt og það kallar á viðbrögð stjórnendar á hverjum tíma og til þess þarf að verja mikið af starfstímanum, þetta hafa verið erfiðir tímar. Vissulega eru til menn sem eru ófyrirleitnir í þessari stétt eins og í öðrum starfsstéttum. Þetta er mjög harður heimur í dag menn eru að keppa við fyrirtæki sem hafa náð því að kalla inn til sín verulegt fjármagn, ætli Grandi h.f. sé ekki með um 1.5 milljarð, sem hann hefur náð frá almenningi í gegnum lífeyrissjóðina á einhverjum 5 árum í formi hlutafjár. Þorsteinn Vilhelmsson hjá Samherja: Við erum stífir á okkar meiningu og gerum kröfum „Ég held að við séum nær mönnun- um en áður var, það er mín skoðun að við höfum meiri samskipti við okkar menn en áður var og nær þeim en ger- ist víða annars staðar,“ sagði Þor- steinn Vilhelmsson hjá Samherja. Getur ekki verið að þið séuð stífari og ákveðnari í mörgum samskiptum? „Það getur vel verið á ákveðnum sviðum. Ég hef litið þannig á að við gerurn kröfur en á móti gerum við ým- islegt fyrir áhafnirnar sem aðrir gera ekki. Við höfum boðið hluta mann- anna í ferðir út, til dæmis til tvisvar til Japans, Englands og Þýskalands. Við höfum komið til móts við þá þegar þeir fara í áhafnarferðalög.“ Þorsteinn segir til marks um sam- komulag sitt við áhafnirnar að enn séu menn starfandi hjá Samherja sem voru með honum á Kaldbak. „Ég lít svo á að þessir menn séu vinir mínir og félagar. Ég geri mér grein fyrir því, og man þá tíð þegar faðir minn var forstjóri hjá ÚA og ég háseti, að menn voru að bölva honum. Ég get ekki ímyndað mér að þeir hafi getað fundið betri yfirmann en hann var, samt var verið að deila á hann. Hitt er annað að vissulega kastast í kekki milli okkar og formanna verka- lýðsfélaganna. Það hefur ekki verið neitt alvarlegt. Ég þekki alla þessa menn og til dæmis voru ég og Konráð Alfreðsson saman til sjós. Ég hitti þessa menn alla oft og það fer ágætlega á með okkur. Ég veit ekki annað en ef einhverjum gengur vel í rekstri þá fylgir illt umtal, sama hvort það á rétt á sér eða ekki.“ Samherji er að verða 12 ára gamalt fyrirtæki. „Það eru margir af þeim sem byrjuðu hjá okkur enn starfandi hjá okkur. Af þeim sem byrjuðu á Akur- eyrinni eru flestir enn starfandi, flestir á Baldvin og nokkrir eru enn á Akur- eyrinni. Ég held að við séum nær mönnum en víða gerist. Við erum stífir á okkar meiningu og gerum kröfur og við komum til móts við þá sem standast kröfurnar. Það er alls ekki þannig að við gerum bara kröfur og búið, punkt- ur og basta. Það er margt sem við gerum sem er ekki gert annars staðar og hefur ekki verið gert. Auðvitað kemur fyrir að við lendum upp á kant. Frá því ég byrjaði á Akureyrinni held ég að ég hafi rekið þrjá rnenn og ráðið þá alla aftur. Þó eitthvað komi upp á þá erfi ég það ekki við mennina, því í raun hafa þessi samskipti öll verið mjög góð og hvorki ég né þeir hafa erft það sem miður hefur farið. Þessir strákar koma oft hingað á kontórinn til mín til að spjalla um heima og geima.“ 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.