Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 22
VÍKINGUR Hjátrú sjómanna Hver er hjátrú sjómanna og hversu mikið mark er tekið á henni í dag? Geysimikil hjátrú er tengd sjó- mennsku hér á landi þótt reyndar hafi hún verið mun meira áberandi áður fyrr þegar sjómannslífið var áhættu- samara og róið var á opnum bátum. Sjómenn hafa ætíð gert sér grein fyrir hversu háðir þeir eru duttlungum nátt- úrunnar og bera virðingu fyrir þeim öflum sem henni stjórna. Þetta kemur fram í viðhorfum þeirra og guðsótta en ýtir jafnframt undir margs konar hjátrú. Lengi var til siðs að fara með sjóferðarbæn í upphafi hverrar sjó- ferðar og var þá beðið um góðan afla, vernd gegn sjávarháska og blessun til handa skipi og veiðarfærum. Það er skoðun margra að sjómenn séu upp til hópa trúaðir þótt ekki láti þeir mikið á því bera, enda telja ýmsir þá kjaftforari en margar aðrar stéttir. Þó að sjóferðabænirnar séu nú af- lagðar eru bænir hengdar upp á vegg um borð í mörgum bátum og skipum. Biblía er nær undantekningarlaust um borð í stærri bátum og í farþegaskip- um fylgir hún oftast hverjum klefa. Þrátt fyrir að gamla sjómannahjá- trúin sé á undanhaldi og yngri sjó- menn geri grín að henni þá lifir ýmiss konar hjátrú enn góðu lífi og haldið er í margar gamlar venjur. Mánudagsbyrjuninni kennt um allt Ótrú á mánudögum er ríkjandi hjá langflestum sjómönnum, menn byrja t.d. ekki vertíð á mánudegi. Ef hins vegar er brugðið út af þessari reglu af einhverjum ástæðum þá er mánudags- byrjuninni kennt um allt sem aflaga fer á vertíðinni. Laugardagar þykja aftur á móti heppilegastir til að byrja vertíðina. Margreyndur sjómaður um þrítugt sagði að alls staðar hefði verið farið eftir þessari reglu þar sem hann hefði sótt sjóinn. Einu sinni hefði það þó komið fyrir að veðurblíða hefði verið slík að áhöfnin hefði ákveðið að halda af stað á mánudegi og láta hjátrúna lönd og leið. Auðvitað fengu þeir netadræsu í skrúfuna og voru dregnir í land. Sjómaðurinn tók fram að þetta hefði verið í eina skiptið sem þeir hefðu orðið fyrir því að fá í skrúfuna. I sjómannahjátrúnni er tekið mark á fyrirboðum af ýmsu tagi, eitt og annað veit á hitt og þetta og spáð er í veður- horfur og aflabrögð. Þegar haldið er til skips er talinn slæmur fyrirboði að mæta konu á leiðinni, sömuleiðis svörtum ketti og líkbíl. Ef sjómaður dettur á hnakkann á leiðinni um borð er von á hvassviðri. Sé formaðurinn fullur nóttina fyrir róður er segin saga að vel fiskast. Mun hann seinna verða ofhlaðinn Þegar báti er hrundið á flot og snúið verður að gera það réttsælis. Ef bátur titrar þegar hann er settur á flot er það illsviti og farsælast að hætta við róð- urinn. Þegar bátur er settur upp má ekki skorða hann með aflanum í, því þá mun hann seinna verða ofhlaðinn. Ólánsmerki er að rétta eitthvað eða henda yfir skip, þá munu öldur fara yfir skipið síðar meir. Aldrei á heldur að kveðjast yfir skip, þá er von á óhöppum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.