Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 26
VÍKINGUR Varastu búra, hross og hund, haltu svofram um langa stund, stökklinum stýrðufrá; nautið ekki nefiw má nokkur maður sjónum á. (Magnús Finnbogason, Skírnir 1933, 112) Illt hlytist af ef nöfn þeirra væru nefnd Menn trúðu því að þessar „hvala- tegundir“ sæktust eftir að granda skip- um og illt hlytist af ef nöfn þeirra væru nefnd. Hið sama gildir um sam- sett orð ef annar liðurinn er t.d. búri. Þess vegna forðast menn að nefna Búrfell til sjós og kalla það frekar Matarfell. Til skamms tíma bar þó strandferðaskip nafnið Búrfell svo ekki hafa allir tekið mark á þessari gömlu hjátrú í seinni tíð. Gamall sjóma&ur sagbi í samtali ab þeir sem drægju lúbu væru kvenholl- ir í meira lagi og ef þeir gæfu konu lúbuna þegar kæmu í land ættu þær ab þakka fyrir sig meb annars konar drætti. Áður fyrr hvfldi einnig bannhelgi á nafni hákarlsins og varð að nefna hann öðrum nöfnum. Lúðvík Kristjánsson segir í íslensk- um sjávarháttum að ekki megi nefna á sjó: „Rautt, heldur roðma eða fagurt; ekki baðstofu, heldur makindi; ekki eldhús, heldur reykjarhús; ekki skel, heldur öðu eða krækling; ekki segja þæfa, heldur hnuðla; ekki mús, heldur veggjadýr; ekki blöku, heldur speldi; ekki mey, heldur stúlku.“ (Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjá- varhættir, V, 330) Lúðan Það hefur verið talinn mikill happa- fengur að veiða lúðu, sérstaklega ef hún er stór, og talsverð hjátrú er til um hana hér á landi. Sjómenn verða þó að gæta þess að veiða ekki lúðumóðurina og ef risastór lúða veiðist er ráðlegra að sleppa henni. Lúðumæður hafa for- ystu fyrir minni lúðum og ef lúðu- móðirin er veidd villast minni lúð- urnar á önnur mið. Ef dregin er lúða skal ausa skipið á sama borð og hún kom inn, þá fæst annar stórdráttur. Komi dökka hliðin á lúðunni upp á undan þegar hún er dregin úr sjó fæst önnur. Ef lúða veiðist í net fjarri sínum slóðum þá er sagt að sá sem taki fyrst á lúðunni muni eiga barn í vændum. Annars telur þjóðtrúin sérstakt sam- band vera á rnilli þeirra sem draga lúður og kvenna og talið er þjóðráð að sofa hjá konu nóttina fyrir róður vilji menn ná í lúðu. Um þetta segir Lúð- vík Kristjánsson: „Ef kvæntur maður dró flyðru, fékk hann óstinnt að heyra, að kona hans væri komin með flyðrumaga. Fengi ókvæntur sjómaður lúðu, þótti það órækt vitni þess, að hann hefði átt vin- gott við konu, og þá sérstaklega nótt- ina áður. Drægi sjómaður hins vegar keilulok hvað eftir annað, átti það að gefa til kynna, að honum hafi verið mislagðar hendur í ástamálum. Kæmi flyðra aftur á móti á færi hjá strákum, var sagt, að komið væri hvolpavit í þá.“ (Lúðvik Kristjánsson, íslenskir sjá- varhættir, III, 299) Gamall sjómaður sagði í samtali að þeir sem drægju lúðu væru kvenhollir í meira lagi og ef þeir gæfu konu lúð- una þegar þeir kæmu í land ættu þær að þakka fyrir sig með annars konar drætti. Á þessum vettvangi hafa aðeins verið tilgreind nokkur atriði úr hjátrú sjómanna, enda af mjög miklu að taka. Oft á tíðum er sjómannahjátrúin staðbundin, mjög mismunandi er eftir mönnum hverju þeir hafa trú á og erfitt án viðamikillar rannsóknar að átta sig á heildarmynd hennar hér á landi. Heimild: 7,9,13. Örn Þór Þorbjörnsson, skipstjóri á Andey SF 222: Byrjaði á laugar- degi en báturinn sökk „Eg get ekki sagt að ég hafi verið haldinn einhverri hjátrú, hins vegar kannast maður við ýmis tilvik þar sem menn eru haldnir slíku. Ég get þó sagt að einu sinni, þegar ég var nýbúinn að kaupa bát, keppti ég að því að komast Frá Höfn í Hornafirbi. út á laugardegi, kannski af slíkum völdum, og eftir tvo mánuði var bátur- inn sokkinn! Mín reynsla af þessu er því ekki með þeim hætti að ég sé núna að reyna að komast út á ákveðnum dögum. Reyndar var mikið fiskirí 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.