Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Qupperneq 27
VÍKINGUR þegar báturinn fórst og hann vel hlað- inn af fiski. Hitt er það að við höfum haft þann sið hér að fara með bænirnar okkar oft í upphafi veiðiferðar. Ég tel að það sé ágætis siður og betra að gera það fyrirfram að kalla á almættið frek- ar en þegar allt er komið í óefni.“ Sverrir Gunnlaugsson, skipstjóri á Eyvindi f Vopna NS 70: Ég er alveg laus viðhjátrú „Ég er alveg laus við að vera með einhverja hjátrú, ég held ég hafi t.d. byrjað núna á mánudegi, en það eru sumir sjómenn með slíka hjátrú þótt þetta sé farið að minnka töluvert. Ég man hins vegar eftir því þegar maður var að byrja á þessu, en ég var á Sig- urði Bjarnasyni og Súlunni, að þá var aldrei farið út á mánudegi eða mið- vikudegi.“ Sigurður Magnússon, skipstjóri á IJólmanesi SU 1: Ég tók aldrei bakborðsbeygj u Hólmanes SU. „Jú, eitthvað hefur maður verið haldinn slíku í gegnum tíðina en þetta hefur minnkað hjá manni. Ég tók t.d. aldrei bakborðsbeygju þegar ég fór frá bryggju, en ég er farinn að gera það einstaka sinnum núna en þá verða strákamir alveg vitlausir. Núna er ég t.d. alveg hættur að hugsa um hvaða degi maður byrjar á, sérstaklega þegar við erum á trolli. Þegar ég var á netum fannst mér best að byrja á sunnudegi, aldrei á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi. Þessa reglu hélt ég alltaf.“ En hvað segirðu um það að draga lúðu, oft hafa menn haft uppi hug- renningar í sambandi við það? „Að draga lúðu, ja það var nú sagt, þegar maður dró hana á handfæri hérna fyrir vestan þegar ég var að alast upp, að ef það var fullorðinn maður eða maður sem var kominn með hreina náttúru þá ætti hann von á barni, en það var nú ekki alltaf sem það var nú samt. Hins vegar töldu sumir sig eiga von á einhverju ef þeir drógu lúðu, aðrir voru búnir að barna! Það heyrist nú enn að menn láta svona út úr sér, svona einn og einn, en eitt- hvað hefur nú dregið úr hjátrú svona almennt hjá sjómönnum, þetta var miklu meira hér áður fyrr og sérstak- lega í kringum netin. Ég man t.d. eftir því að menn fóru út á sunnudegi þótt það væri bræla og lágu bara úti, þá voru þeir farnir frá bryggju á sunnu- degi og svo var kannski lagt á þriðju- degi. Hjátrúin lifir, enda er allt í lagi að menn trúi á slíkt — það skaðar engan.“ Óskar Vigfússon, fyrr- verandi formaður Sjó- mannasambands s Islands: Konan fylgdi mér aldrei niour á bryggju „Því er hægt að svara bæði játandi og neitandi, þetta hefur nú fylgt sjó- mannastéttinni í gegnurn tíðina og gerir enn. Jú, það fylgdi manni í gegn- um sjómennskuna að hafa fyrir sér „Ég man eftir tveimur skipstjórum sem byrjubu aldrei á mánudögum," segir Oskar Vigfússon. bæði drauma og annað, sem einhver merki um það sem myndi gerast. Ég t.d. lét aldrei konuna mína fylgja mér niður að bryggju þegar ég var að fara út á sjó, það er nú eitt af því sem ég gerði aldrei. Það var líka yfirleitt regla hér fyrir sunnan, bæði á togurum og bátum, að fara aldrei út á mánudögum þegar þeir voru að byrja úthald, þeim var afar illa við það. Ég var lengi á togurum og ég man t.d. eftir tveimur skipstjórum sem byrjuðu aldrei á mánudögum." Gerist áskrifendur! Áskrift- arsíminn er 562 9933 Sjómtannablaðið Víkingur 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.