Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Qupperneq 35
VÍKINGUR Guðmundur Thorlacius: T»1 ♦ / / ♦ ♦♦ A / / il sjos i sjotiu ar Sigurjón Magnús Egilsson Árið 1914, þegar Guðmundur Thor- lacius var tíu ára, lést faðir hans. Guðmundur var elstur fjögurra syst- kina. Faðir Guðmundar hafði verið skipverji á kútter Sigríði með Birni í Ánanaustum. Guðmundi var boðið að koma um borð sumarið 1914. „Við vorum á handfærum. Eg Sigríður RE 22, en um borð í henni hóf Guðmundur sjómennsku, aðeins tíu ára gamall. reyndi að draga físk úr sjó og ég mátti eiga það sem ég dró. Atvikin höguðu því þannig að ég varð að vera fyrir- vinna. Það var einhver björg í því sem ég dró þótt ég hafi ekki verið garnall. Eg var fjögur sumur á Sigríði. Því var þannig háttað að það voru tveir menn um kojuna og þetta þótti ekki afleitt þá. Skúturnar voru mikil skip þegar þær komu fyrst til landsins. Þetta voru nokkuð langar útiverur, eða sex til átta vikur. Það var borðaður fiskur alla daga nema sunnudaga, þá var saltkjöt. Fiskurinn hélt lífinu í mannskapnum eins og hann hefur alltaf gert. Eg man 1914, þegar við vorum fyrir vestan að fiska, að mennirnir töluðu um hversu mikið væri af enskum her- skipum fyrir vestan. Þegar við komum úr túrnum fréttum við að það væri skollin á heimsstyrjöld. Sambandið við land var ekki meira en það.“ Það er trúlegt að tíu ára drengur á skútu hafi einhvern tíma orðið þreytt- ur. „Já, það var oft á tíðum ef við vor- um í stórum fiski, sérstaklega löngu. Hún gat tekið vel í þar til hún var komin upp í svona um miðjan sjó, en þá léttist hún, því kúttmaginn kom upp í henni og hún flaut upp langt út frá skipinu.“ Sjórinn veitti bestu björgina Guðmundur, kom aldrei annað til greina en að verða sjómaður? „Nei, það kom ekki annað til greina. Sjórinn veitti bestu björgina og hefur alltaf gert. Þegar ég var átján ára fór ég á togara og það var mikil breyting frá Sigríði. Það voru engin vaktaskipti og menn voru látnir standa meðan þeirgátu staðið. Þórarinn Olgeirsson á Belgaum var ekki þannig. Hann lét okkur sofa fjóra tíma á sólarhring. Á vertíðinni var alltaf fullt dekk, nógur fiskur. Þórarinn var mikill aflamaður og lét mennina alltaf sofa í fjóra tíma, hann sá að mennirnir skiluðu meiri vinnu ef þeir fengu að sofa. Þetta var einstakt á togurum á þessum tínta. Aðrir létu menn standa og standa og afköstin urðu eftir því. Það þótti gott að vera hjá Þórarni. Það var mikil breyting að koma af skútu yfir á togara. Fæðið var betra og svo var einn maður um hverja koju. Ef menn komust niður til að hvíla sig gátu þeir alltaf komist í eigin koju. Það var óhemjumikið fiskirí á togur- unum á þessum tíma, þó var það mis- jafnt. Það var ekki öllum gefin sú náð að fiska vel. Það var ertið vinna á þessum togur- um og rnikið streð og það er mesta furða að ekki skyldu verða fleiri slys eins og slysahættan var mikil. Það var oft kalt að standa í netabætingu í mis- jöfnum veðrum. Þessir togarar tók mikið af sjó inn á sig, sérstaklega Guðmundur Thorlacius. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.