Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 40
VÍKINGUR
Utan úr heimi
eftir Hilmar Snorrason skipstjóra
Skipið brotið
Áhöfn Kýpurskipsins Trade
Daring lenti heldur betur í
vandræðum eftir að skip
hennar fórst í höfninni Ponta
da Madeira í Brasilíu. Skipið
var að ljúka lestun á 80 þúsund
tonnum af járngrýti þegar það
brotnaði í tvennt og sökk án
þess að nokkuð fengist að gert.
Enginn fórst í þessu slysi en
lestunarstaður skipins var ný-
tekinn í notkun og því mikið
tjón að hafa heilt skip liggjandi
á hafsbotni í einhverjar vikur
meðan unnið er að því að fjarlægja flakið. Bæði áhöfn og
lestunaraðilar kenna hver öðrum um óhappið og er nú svo
Véla- og skipaþjónustan
FRAMTAK HF
DRANGAHRAUN11 B
SÍMI 91-652556
FAX 91-652956
VECOM
Efnaframleiðsla og tæknileg
þjónusta við skip og iðnað
Alhliða vélaviðgerðir - Rennismíði - Plötusmíði
A -
Service
Station
komið að sautján skipverjar ásamt skipstjóra Trade Daring
hafa verið hnepptir í fangelsi svo ekki sé hætta á að þeir fari
úr landi. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um aðbúnað
fanganna, en útgerð skipsins hefur þær upplýsingar að þeir
séu í haldi við slæma vist en yfirvöld segja þá vera á hóteli.
Áhöfnin er sökuð um að hafa falið skipsskjölin en hún ber
yfirvöld fyrir þjófnaði á þeim. Að sögn skipstjóra mun
lestunaraðilinn ekki hafa farið eftir þeirri lestunaráætlun
sem áhöfnin hafði gert og því hafi skipið brotnað. Því er
við að bæta að Trade Daring var orðið tuttugu og tveggja
ára gamalt og því eflaust farið að láta á sjá.
Stórflutningaskip í vanda
Strax eftir að Trade Daring sökk bönnuðu hafnaryfirvöld
í Sepetiba í Brasilíu komur eldri skipa en 20 ára til hafn-
arinnar. Utgerðarmenn búlkskipa eru því áhyggjufullir yfir
að fleiri hafnir fylgi í kjölfarið. Gömlu búlkskipin hafa
átt stöðugt erfiðara með að fá farma sökum þess hversu
tíðir skipsskaðar hafa orðið á þessari skipagerð. Þegar
hafa eldri skipin verið sett á bannlista með ffutninga frá
Ástralíu og um alla Suðaustur-Asíu sökum þessa. Þegar
þessar gerðir skipa hafa náð 12 ára aldri virðist sem allur
styrkur sé úr þeim og þau fari þá að gefa sig. Sjaldgæft
er að skip undir þessum aldri lendi í skakkaföllum vegna
styrkleika eins og eldri skipin. Á síðasta ári fórust 140
sjómenn með samtals níu búlkskipum. Þrjú þessara
skipa hurfu sporlaust en þau voru Marika 7, Apollo Sea
og Iron Antonis. Iron Antonis var síðasta búlkskip sem
fórst árið 1994 en það var 26 ára gamalt, skráð á Kýpur.
Skipið var á siglingu í Suður-Atlantshafi í sinni síðustu
ferð áður en brotajárnspottarnir tækju við því að losun
lokinni þegar það hvarf. Með skipinu fórust 24 menn.
Hættulegur ferðamáti?
í nóvemberlok sl. sáum við í fréttum myndir frá elds-
voðanum í farþegaskipinu Achille Lauro, en skipið var á
skemmtisiglingu á Miðjarðarhafi. Með þessum bruna
lauk einu skelfilegasta ári ferja og farþegaskipa sem um
getur í langan tíma. Þótt einungis fjórir hafi látið lífið
þegar Achille Lauro brann verður það sama ekki sagt um
það þegar Estonia eða Cebu City fórust. Nú farið þið,
lesendur góðir, að velta fyrir ykkur hvaða skip Cebu City
er. Það verður að segjast að hinn vestræni heimur fór
alveg á mis við það slys sökum þess að fjölmiðlaflóran
var hvergi á staðnum, engir evrópskir farþegar um borð
og engir farþegar sem tóku myndir af slysinu. Engu að
40