Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Qupperneq 41
síður fórust með skipinu 134
manns. Eins farþegaskipsslyss hef
ég gleymt að geta, en að vísu hef
ég fjallað um það slys hér á þessum
síðum á síðasta ári, en það var
strand Sally Albatross. Það sem
vakti athygli við Achille Lauro-
slysið var að hin aldna regla að
konur og börn færu fyrst frá borði
skips í sjávarháska var látin lönd
og leið. Það sama gerðist þegar
Estonia fórst. Ljóst er að þegar
farþegaskip eða ferjur lenda í sjáv-
arháska má líkja því við verstu nát-
túruhamfarir þar sem hver reynir
að bjarga sér eftir bestu getu án
tillits til annarra. Achille Lauro
tókst ekki að ná aftur til hafnar en
skipið sökk 2. desember sl. meðan
verið var að freista þess að draga
það til hafnar.
Erfiðir tímar
Ferju- og farþegaskipaslysin
undanfarin ár hafa stöðugt alvar-
legri áhrif á rekstur þessara skipa-
gerða. Nöfn eins og Herald of Free
Enterprice, Scandinavian Star, Sal-
em Express, Dona Paz, Estonia og
Cebu City hljóina eins og martröð í
eyrum manna um allan heim.
Þegar Achille Lauro lenti í höndurn
skæruliða fyrir sex árum og einn
bandarískur farþegi var drepinn þá
nær lamaðist útgerð skemmtiferða-
skipa um Miðjarðarhaf. Nú hefur
sama skip aftur orðið til að prýða
forsíður heimsblaðanna og aftur
þurfa útgerðir og ferðaskrifstofur,
Búlkskipin hafa átt vib umtalsverban vanda ab stríba.
Achille Lauro á lokastundu.
Nýjar
lausnir í
bitavinrislu
Marel býður upp á nýjar lausnir í
bitavinnslu. Tölvusjón stjórnar
hárnákvæmum skurði hratt og örugglega.
Marel skurðarvélin mælir, reiknar út og
sker hráefni í afurðir á hagkvæman hátt,
samkvæmt þörfum vinnslunnar.
Marel skurðarvélin er meðfærileg og
auðveld í notkun og viðhaldi. Vélin
þolir mikið álag og er hönnuð fyrir
vinnslu jafnt í landi sem á sjó.
Hafið samband við...
Marel hf., Hofóabakki 9, 112 Reykjavík
Sími: 878000, Fax: 878001
41