Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 42
VÍKINGUR
urinn var mjög ofbeldisfullur og ógn-
aði stöðugt skipsfélögum sínum og
var hann talinn eiga við geðveilu að
stríða. Þá yfirgáfu hinir tveir samland-
ar morðingjans, sem eftir voru um
borð, skipið í mótmælaskyni og neit-
uðu að vera innan um þessa ógnun.
Aftur sauð upp úr um borð og að
þessu sinni myrti Rúmeninn skips-
félaga sinn og nú var ekki lengur
beðið með að láta lögregluna taka
manninn. Má því með sanni segja að
manni hafi verið fómað í þessu máli.
Nú hefur Rúmeninn verið ákærður um
morð fyrir tælenskum dómstóli og
hann hefur viðurkennt verknaðinn.
Stóra öskutunnan
Stöðugt koma fram í sviðsljósið al-
varlegir atburðir varðandi laumu-
farþega sem finnast um borð í skipum.
Flutningaskipið Eemsmond, sem er í
belgískri eigu en undir fána St.
Vincent, var nýfarið frá Istanbúl þegar
yfirvélstjórinn fann tvo laumufarþega.
Laumufarþegarnir, sem báðir voru
Afríkanar, urðu ekki vinsælustu
mennimir um borð. Skipstjórinn, sem
er hollenskur, lét kasta mönnunum
fyrir borð suður af Grikklandi og lét
hann tvo filippeyska háseta um
verkið. Yfirvélstjórinn var einnig með
í þessari aðgerð, en það eina sem
mennimir fengu með sér í sjóinn voru
tveir plastbrúsar sem þeir fengu
bundna um hálsinn. Eftir öskur og læti
í heila klukkustund í sjónum var
mönnunum tveimur bjargað um borð í
grískt fiskiskip. Nú hafa þeir fjór-
menningarnir á Eemsmond verið
dæmdir fyrir verknaðinn. Skipstjórinn
fékk þriggja ára fangelsi, filippeysku
hásetarnir fengu átján mánaða fang-
elsi og rússneski yfirvélstjórinn fékk
sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir sína þátttöku.
Kafteinar í klandri
í átta mánuði hefur skipstjóranum
Lau Chung Hui verið haldið í Sam-
einuðu furstadæmunum á ákæm eftir
að skip hans, Seki, lenti í árekstri við
þarlent olíuskip, Baynunah. Seki, sem
einnig er olíuskip og skráð í Hong
Kong, missti 16.000 tonn af oh'u í
sem hafa Miðjarðarhafið að markaðs-
setningu, að kljást við rnikinn vanda.
Sá vandi er eflaust hjómið eitt miðað
við það sem ferjufyrirtækin í
Austursjó glíma við í kjölfar Estonia-
slyssins. Geysimikill samdráttur hefur
orðið á farþegaflutningum í Austursjó
og sem dæmi þá varð 15% samdráttur
hjá Viking Line, sem er annað stærsta
ferjufyrirtækið í Svíþjóð. Stena Line
segir að Estonia-slysið hafi haft
margfalt meiri áhrif á farþegaflutn-
inga með skandinavískum ferjum
en nokkurt annað slys í heimi sigling-
anna.
Launadeila
Blandaðar áhafnir skipa eru stöðugt
vaxandi vandamál í skipaheiminum.
Æ oftar koma upp mjög erfið sam-
skiptamál milli ólíkra þjóðerna um
borð í skipum og snúast þau oftast um
laun eða trúmál. Rétt fyrir jól sauð
upp úr um borð í tyrkneska skipinu
Osman Bay þar sem skipið lá í höfn-
inni Ko Si Chang í Tælandi. Deila
kom upp á milli fjögurra Rúmena og
23 Tyrkja, sem endaði með því að
einn Rúmenanna stakk samlanda sinn
með hníf mörgum sinnum þar sem sá
síðarnefndi var sofandi í koju sinni.
Astæða deilnanna um borð var sú að
laun höfðu ekki verið greidd í langan
tíma og þegar loks var farið að borga
fengu ekki allir fullgreitt. Þrátt fyrir
árásina um borð neitaði skipstjórinn
að afhenda tilræðismanninn yfirvöld-
um og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
sjómannakirkjunnar og Alþjóðaflutn-
ingaverkasambandsins tókst það ekki.
Vöruðu samtökin yfirvöld jafnt sem
skipstjóra við þeirri ógn sem steðjaði
að öðrum um borð og að búast mætti
við öðrum alvarlegum uppákomum
um borð ef ekkert yrði að gert. Mað-
Estoniaslysib á eftir að hafa gífurlegar breytingar í för me& sér.