Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 50
VÍKINGUR 2.300 tonna togari leigður til Vesturbyggðar Sigurður Viggósson, framkvæmda- stjóri Odda hf. á Patreksfirði, hefur ásamt fleirum tekið rúmlega tvö þús- und tonna togara á leigu til eins árs. Möguleiki er á að framlengja samn- inginn. Togarinn, sem er frá Litháen og búinn frystitækjum og brennslu, verður gerður út á úthafskarfa. Sig- urður Viggósson var tekinn tali vegna þessa. Hver var aðdragandi þess að menn á Patreksfirði tóku á leigu togara og fóru að gera út? „Við höfðum verið að leita eftir því fyrir vestan, við stöðugan samdrátt í fiski, hvernig væri hægt að ná inn meiri afla á svæðið og einn liður af mörgum var að gera út togara með þessum hætti. Við komumst í sam- band við aðila sem voru með litháískan togara á leigu, við sáum möguleika í því að fara sömu leið og þeir og senda hann á Reykjaneshrygginn, þar sem er karfi, og þá með það í huga að fá karfann að hluta til í vinnslu á Patreksfirði.“ Er þetta frystiskip? „Þetta er frystiskip með öllum frystibúnaði og afkastagetan á sólarhring er um 30 tonn, einnig er um borð mjölverksmiðja og lýsisvinnsla. I fyrstu var einvörðungu verið að hugsa um að veiða karfa og vinna hann um borð. Þegar ég kom inn í þetta dæmi sá ég hins vegar mögulei- ka á að vinna hluta af aflanum, eða um 25% hans, á Patreksfirði, 75% af aflanum fara hins vegar á Japansmarkað.“ Hvers vegna er skipið gert út frá Patreksfirði? „Við erum tveir Patreksfirðingar eigendur í fyrirtækinu sem hefur skipið á leigu. Við höfðum að sjálf- sögðu áhuga á að fá skipið til Patreksfjarðar og það var samþykkt af öllum aðilum, reyndar með því fororði að það næðist að ná niður kostnaði með því að nota Patreksfjörð sem umskipunar- og löndunarhöfn. Við náðum samningum um lægri kostnað við löndun, hafnargjöld og aðra þjónustu, eða öllu heldur: það er komið vilyrði fyrir lækkun á hafn- argjöldum, það er komið vilyrði fyrir góðum kjörum hjá Eimskip á flutningi á afurðum og svo öðrum þjónustu- þáttum. í áhöfn eru 35 Litháar og Rússar auk þess sem um borð er ís- lenskur fiskiskipstjóri, Ásgeir Þórðar- son, en hann er jafnframt einn af eig- endunum. Svo eru tveir vinnslustjórar um borð til að tryggja gæðin, þeir eru einnig íslenskir.“ Aukast umsvif á Patreksfirði við komu þessa skips? „Já, tvímælalaust, þetta mun auka umsvif allra þjónustuaðila í sjá- i Ocher vib komuna til Patreksfjarbar, en hluti aflans fer til vinnslu þar. so

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.