Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 53
VÍKINGUR Er að skrá sögu nýsköpunartogaranna Hilmar Snorrason, skipstjóri og skólastjóri Björgunarskóla sjómanna, er að skrá sögu nýsköpunartogaranna ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur. „Ég hef safnað miklu um íslensk kaupskip og er enn að því og nú hef ég ákveðið að safna upplýsingum um nýsköpunartogarana. Þegar hafa kom- ið út tvær bækur um kaupskip sem ég hef tekið saman, bók þegar Skipa- útgerð ríkisins varð 60 ára og bók þegar Eimskipafélag Islands varð 75 ára. Takmarkið er að koma meiru af þessum upplýsingum á prent. Hvað varðar nýsköpunartogarana þá er búið að skrá ýmislegt um það tímabil í sögunni, en ekkert hefur ver- ið skráð um skipin sjálf. Á árunurn 1947 til 1952 komu hingað 42 togarar sem ríkið lét smíða í Bretlandi. Mig vantar upplýsingar og myndir um tog- arana. Miklar breytingar urðu við komu þeirra, bæði voru þeir stærri en þau skip sem fyrir voru og eins voru þeir ekki kolakyntir, tlestir þeirra voru olíukynt gufuskip, en fjórir þeirra voru díseltogarar. Það er mikil saga á bakvið þessi skip og þau sköpuðu miklar breytingar víða um land,“ sagði Hilmar Snorrason. Hilmar segir að enn vanti hann upplýsing- ar um 20 til 30 kaupskip, en hann er að safna upplýsing- urn allt aftur til ársins 1870. Hofsá var sérstakt skip þegar ab því er gætt að það var smíðað í Austurríki. Ólafur Jóhannesson BA frá Patreksfirði var fyrsta fiskiskip Islendinga með frystilest. Við veitum góðri hugmynd brautargengi! LÁNASJÓÐUR VESTUR-N ORÐURLANDA ENGJATEIGI 3-105 REYKJAVÍK - SÍMI: 560 5400 FAX: 588 2904 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.