Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 59
VÍKINGUR Sveinbjörn Jónsson, Suðureyri: Kerfið býr til krimma og sóða Smábátaeigendur á Vestfjörðum horfa þessa dagana á kollega sína á Suðurnesjum moka upp fiski. Slæm tíð hefur gert þeim erfitt fyrir og þeir hafa ekki komist mikið á sjó, en er þetta það sem gerir þeim erfiðast fyrir í trilluútgerðinni? Ekki er svo að heyra á Sveinbirni Jónssyni á Suður- eyri, sem er harður andstæðingur nú- verandi kvótakerfis. Hann vill það burt og að tekið verði upp sóknarkerfi. Hvernig hefur trilluútgerð gengið á Suðureyri? „Héðan róa eitthvað um fimmtán trillur og það hefur gengið afleitlega það sem af er þessu ári, það má segja að ekki sé hægt að gera út trillu við þessar aðstæður. Hitt er svo annað mál að í venjulegu árferði hefur ársafli smábáta héma verið í kringum 2.000 tonn yfir árið. Eg hef komist þrisvar á sjó frá áramótum, tvisvar í febrúar og einu sinni í mars. Það var sæmilegur afli í þessum róðrum en við höfuni ekki komist oftar á sjó vegna veðurs, við róum með línu svona frá því í ágúst og alveg fram í maí. Við vorum stopp í desember og janúar og svo komumst við tvo róðra í febrúar og einu sinni í mars.“ Hvernig finnst þér stýringin á aflasókn krókaleyfisbáta? „Það er alveg ljóst að allar takmark- anir eins og þær hafa verið fram- kvæmdar, hvort sem um er að ræða dagastopp eða eitthvað annað, munu leiða til þess að menn eru harðari þann tíma sem þeir mega róa. Það er vísasti Ólafur Arnfjörð Guðmundsson vegurinn til að stefna þessum hlutum í voða að vera með svona kerfi á þessu. Hitt er annað mál að frjálsræði er betra. Það væri best, úr því að menn vilja vera að stjórna þessu, ef þeir gæfu okkur 120 sóknardaga á ári, það er alveg nóg. Menn fengju þá að nota þá daga eins og þeir vildu. Það var til- laga á Fiskiþingi, sem var samþykkt í hittifyrra og árið þar áður, sem gerði reyndar ráð fyrir 180 sóknardögum. Um þessa tillögu var sátt í sjávar- útvegi landsins og hjá Fiskiþingi, hún var samþykkt með þorra atkvæða bæði togarasjó- manna og á stærri bátum, en ráðu- neytið vill hafa þennan háttinn á.“ Hvernig er ástandið á norðursvæðinu á Vestfjörðum? „Isafjörður er náttúrulega tog- araútgerðarbær, en hérna suðurúr má segja að menn lepji dauðann úr skel þegar svona er og svo eru hót- anir um víðtækari hindranir, sem eru inni í lögum í dag. Banndagatjöldi á næsta ári gæti farið upp í 240 daga ef við fiskum sæmilega þetta árið. Þetta kerfi er svona og burtséð frá öllum mannréttindaþáttum þá er þetta lög- brot.“ Gengur þetta núverandi kerfi frá smábátaútgerðinni? „Það endar með því og eflaust er það stefna stjórnvalda að minnka þessa útgerð. Þetta er ein af hliðum 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.