Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 10
Verkfall sjómanna Ágrip af gangi mála i kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna ' Verkfalli o. lauk með Tagasetningu Verkfall félaga í Sjómannasambandi ís- lands og Vélstjórafélags íslands kom til framkvæmda klukkan 23 og hjá Far- manna- og fiskimannasambands íslands á miðnætti þann 15. mars. Einni mínútu yfir miðnætti gekk svo i gildi verkbann sem útgerðarmenn settu á sjómenn. Þá höfðu samningar verið lausir frá því í febrúar árið 2000 og allar tilraunir til að ná samkomulagi reynst árangurslausar. Deilu sjómanna og útvegsmanna hafði verið vísað til sáttasemjara, en mikið bar í milli. Forystumenn sjómanna lýstu því yfir að verkfallið væri neyðarúrræði þar sem útvegsmenn þverskölluðust við rétl- látum kröfum sjómanna. Forystumenn- irnir sögðust vera svartsýnir á skjóta lausn deilunnar en framkvæmdastjóri LÍÚ kvaðst hafa trú á því að það mætti semja. Lög með hraði Góð loðnuveiði var þegar verkfallið hófst og einnig var góð þorskveiði á ver- tíðarsvæðinu frá Breiðafirði suður um og austur að Flöfn. Um 150 þúsund tonn voru eftir óveidd af loðnukvótanum. Sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra lýstu því yfir að þeir ætluðu ekki að skipta sér af deilunni. Áfram var setið á samningafundum í Karphúsinu. Um klukkan 15 þann 19. mars kallaði sjávarútvegsráðherra fulltrúa samtaka sjómanna til sín og tjáði þeim að ríkis- stjórnin myndi leggja fram frumvarp til laga um að fresta verkfalli sjómanna til 19. apríl. Alþingi var svo kallað saman klukkan 16.30, en samkvæmt áætlun átti að vera nefndavika og því engir þing- fundir. Þingmenn stjórnarnokkanna sam- þykktu lögin um frestun verkfalls eftir að sjávarútvegsráðherra hafði stytt gildis- tíma þeirra til 1. apríl. Ráðherrann sagði lögin sett til þess að skapa svigrúm fyrir samningamenn sjómanna og útvegs- manna til þess að þeir gætu ræðst áfram við án þess að það kosti þjóðarbúið milljarða. Samtök sjómanna mótmæltu því harðlega að stjórnvöld skyldu enn og aftur grípa inn í gerð kjarasaminga. Eng- -‘ýayarútve „v«nar ad samúj-"............ an liiíf;,. in önnur stétt hafi þurft að þola slíkt af hálfu stjórnvalda. Gekk hvorki né rak Verkfallið hófst að nýju að kvöldi 1. apríl. Um það leyti komust þær fréttir á flot að flötur væri kominn á verðmynd- unarmálin í viðræðum deiluaðila. Þær fréttir reyndust lítt á rökum reistar. Full- trúi útvegsmanna tilkynnti á fundi ríkis- sáttasemjar að ekki væri lengur óskað eftir viðræðum við fulltrúa Farmanna- og fiskimannasambandsins í yfirstandandi kjaradeilu. Áður höfðu útvegsmenn kraf- ist þess að fundað væri sameiginlega með fulltrúum samtaka sjómanna og hafði það verið gert. Dagarnir liðu en ekkert miðaði í sam- komulagsátt. Þann 19. apríl slitnaði upp- úr viðræðum eftir að útvegsmenn lögðu fram tilboð sem fól í sér að verðmyndun- armálin yrðu í mun verri stöðu en þau voru 1995. Sjávarútvegsráðherra sagði engar fyrirætlanir um inngrip í deiluna af hálfu stjórnvalda. Sáttafundur var næst haldinn 24. apríl en hann varð árangurs- laus. Skipstjóra- og stýrimannafélagið FRÉTTIR náisf Fraxnkvæmdastjáí^Bnmba^ 'rkfallí I Oskiljanlegt “B'Wirul, verkfar v:lleS niörk MonruntJaAá.'Jim .Snurt Togari tH sólu Þorsteim Bakfvtnssori - góö sökJ- S3T3 aö mati forstjórans. Samherjaforstjórí: Hótar að selja togara „Samheoi veitir 25-» mill)ónum krfmtt * «/*irhrtrx> «* "* ' ' <VHr w . í e»r til ad m/ílnjH-ia frumvarpi om ad afnrnu vtrfcfaJI tjómanna. Við dyr AlþinffÍHhiítw- r upp og hrópuðu: „Víð víljum samninjj;a, við viljum fáað srmja í friði." tn á mótmælafundi við Aljþingishúsið „Við mótmælum valdníðslu stjórnvalda á sjdmönnum“ 10 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.